Laugardagur, 17 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga þurfa aðstoð 2014

Syria refugees

16.desember 2013. Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir hæstu upphæð sem um getur til þess að mæta neyðarástandi í einu landi.

Búist er við að nærri þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga þurfi aðstoð á næsta ári og fóru stofnanir Sameinuðu þjóðanna fram á 6.5 milljarða dollar framlag til að standa straum af kostnaði.
Áætlanir voru lagðar fram í dag fyrir næsta ár af hálfu SÞ, þar á meðal Flóttamannahjálparinnar; og óháðra hjálparsamtaka. Valerie Amos, forstjóri Samræmingarskrifstofu neyðaraðstoðar (OCHA) og António Guterres, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR) stýra viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við ástandinu í Sýrlandi og nágrannalöndum.

"Fjórða ár þessa hörmungarástand fer nú í hönd og þrír fjórðu hlutar landsmanna mun þurfa á mannúðaraðstoð 2014. Með fulltingi alþjóðasamfélagsins munu Sameinuðu þjóðirnar, Rauði hálfmáninn og samstarfsaðilar á meðal hjálparsamtak, halda áfram að veita brýna aðstoð og útvega venjulegu fólki skjól; körlum, konum og börnum sem lent hafa á milli steins og sleggju í átökunum,” segir Valerie Amos.

Ákallið sem birt var í dag byggir á spám um þörf á áframhaldandi mannúðaraðstoð og áframhaldandi straumi fólks jafnt innan Sýrlands sem til nágrannaríkjanna á komandi ári.
Ákallið er gefið út fyrir hönd um hundrað samtaka, jafnt stofnana SÞ sem staðbundinna og alþjóðlegra almannasamtaka sem vinna saman að því að hlúa að bágstöddum Sýrlendingum.

"Við stöndum frammi fyrir skelfingarástandi því gera má ráð fyrir að við árslok 2014 mun meirihluti Sýrlendinga verða á vergangi eða þurfa á mannúðaraðstoð að halda,” segir Guterres, Flóttamannastjóri SÞ.
"Þetta er verra en nokkuð sem við höfum upplifað í mörg, mörg ár og gerir pólitíska lausn enn brýnni en ella.”
Hann bætti við: “Nú skiptir sköpum um mannslíf að það takist að afla fjár til alþjóðlegs stuðnings. Þörf er á verulegri alþjóðlegri samstöðu, ekki aðeins við hina bágstöddu Sýrlendinga, heldur einni til ríkja sem hafa af mikilli rausn tekið við flóttamönnum. Sýrlands-deilan er farin að hafa stórkostleg neikvæð áhrif á efnahagslíf, þjóðfélag og jafnvel öryggi þessarar ríkja.”

Meir en 2.3 milljónir manna hafa flúið Sýrland frá því átök hófust í mars 2011, og er þetta einn mesti flóttamannastraumur á síðari arum.
Þörf er á stuðningi við samfélög sem tekið hafa við flóttamönnum í Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Líbanon og Tyrklandi. Áætlanir gera ráð fyrir að allt að 4.1 milljón flóttamönnum fyrir árslok 2014.
 

 

Sjálfbær heimur 2018