Laugardagur, 24 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Spilling er mesti óvinur þróunar

Anti-corruption

9.desember 2013.Í þróunarríkjum tapast tíu sinnum hærri fjárrhæð af völdum spillingar en semur nemur allri opinberri þróunaraðstoð.

 Baráttan gegn spillngu er háð á heimsvísu því hún þrífst alls staðar. Þótt jafnt ríki sem fátæk ríki glími við spilling benda rannsóknir til þess að hún bitni fremjur á fátækum. Hún er vatn á myllu óstöðugleika og fátæktar og leikur stórt hlutverk þegar veikburða ríki hreinlega leysast upp og hrynja.

Alþjóðadagur gegn spillingu er haldinn 9.desember ár hvert. Yury Fedotov, forstjóri UNODC, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem glímir við eiturlyf- og glæpi segir að allir verði að leggja hönd á plóginn til að berjast gegn spilling. “Við þurfum öflugt bandalag ríkisstjórna, atvinnurekenda, borgaralegs samfélags, menntastofnana og fjölmiðla til að berjast gegn spilling og efla nýja siðferðiskennd.”

Spilling er talin stærsti þröskuldurinn í vegi fyrir efnahagslegri- og félagslegri þróun í heiminum. Á hverju ári er ein milljón milljóna Bandaríkjadala greidd í mútur. Talið er að spilling leiði til þess að andvirði 2.6 milljón milljóna dala sé stolið árlega en það er andvirði 5% samanlagðrar þjóðarframleiðslu heimsins.
Í þróunarríkjum tapast tíu sinnum hærri fjárrhæð en semur nemur allri opinberri þróunaraðstoð að sögn UNDP, Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

 

Ekkert líf á landi

    án skóga