Sunnudagur, 18 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Kreppa á kreppu ofan í Mið-Afríku

CAR
26.nóvember 2013.Ástandið var slæmt í Mið-Afríkulýðveldinu fyrir valdaránið en nú er það beinlínis skelfilegt.
Fjöldamorð á saklausum, óbreyttum borgurum á sér nú stað í Mið-Afríkulýðveldinu en heimurinn virðist líta undan.
Í þessu ríki sem sjaldan kemst í fréttirnar er talið að 1.1 milljón manna glími við fæðuóöryggi, 400 þúsund hafa flosnað upp frá heimilum sínum og hefur sú tala tvöfaldast á skömmum tíma. 65 þúsund hafa orðið að flýja land, aðallega til Kamerún.

“Mið-Afríkulýðveldið var þegar hrunið sem ríki. Nú hefur ástandið enn versnað,” segir Amy Martin, landsfulltrúi OCHA – Samræmingarskrifstofu mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum.

“Við teljum að hálf önnur milljón þurfi einhvers konar aðstoð; heilsugæslu, mat, húsaskjól, vernd,” sagði hún.
Ráðist hefur verið á hjálparstarfsmenn og því hefur ekki tekist að komast til allra svæða og enginn veit hvernig ástandið er. Martin segir að líklega eigi enn fleiri um sárt að binda.
Illa gengur að hjálpa fólki því aðeins hefur tekist að safna 44% þeirra 195 Bandaríkjadala sem þarf til þess að koma til móts við brýnustu þarfir.
Mið-Afríkulýðveldið hefur verið kallað draugaríki áður og nú hafa málamilaðar hópast þangað frá nágrannaríkjum. Frakkar hafa varað því að þjóðarmorð kunni að vera á næsta leyti. Vígahópar hafa sprottið upp um allt og eiga í skærum við Selaka; hóp íslamska skæruliða sem steyptu Bozize forseta. Ránum, ofbeldi og nauðgunum Selaka hefur svo verið svarað með því að beita múslima hvarvetna ofríki og ofbeldi. Túarbragðaerjur eru nýnæmi á þessum slóðum.

Mynd:Flickr: hdptCAR Attribution-ShareAlike 2.0 Generic (CC BY-SA 2.0

Sjálfbær heimur 2018