Föstudagur, 23 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Þróun taki mið af loftslagsbreytingum

eliasson edd

27.nóvember 2013. Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að óhugsandi sé að ekki verði tekið tillit til loftslagsbreytinga í nýskipan þróunarmála.

„Loftslagsbreytingar og þróun eru nátengd,“ sagði Eliasson í lokaumræðu á Evrópskum þróunardögum (European development days) í Brussel. Hann benti á að 2015 ber aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna að samþykkja nýjan sjálfbæran þróunarramma í stað Þúsaldarmarkmiðanna og ganga frá nýjum loftslagssáttmála.

 „Nýr þróunarrammi eftir 2015 verður að taka til loftslasgsbreytinga og fjölbreytni lífríkisins,“ sagði Eliasson. „Það vantar mikið í þróunarramma sem sniðgengur þennan raunveruleika..að aðlagast og milida áhrif loftslagsbreytinga verða lykilatriði auk sjálfbæra notkun náttúruauðlinda.“

Varaframkvæmdastjórinn lagði áherslu á að uppræting fátæktar krefðist „róttækra breytinga“ ef takast ætti að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Selsíus. „Þetta hefur í för með sér breytingar á hagvexti og framleiðslu- og neyslumynstri og ekki síst orkukerfum okkar.“

Eliasson viðurkenndi að það verði ekki ódýrt að fjármagna sjálfbær þróunarmarkmið. „Opinber þróunaraðstoð mun ekki ngæja til að fullnægja þessum þörfum. Það verður þörf á nýjum uppsprettum frjár og hugvitsamlegri nýtingu staðbundinna úrræða.“

 

Sjálfbær heimur 2018