Laugardagur, 24 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Hægt að bæta hag milljóna farandverkafólks

 

Ban GA

3.október 2013. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa talað máli milljóna farandverkafólks um allan heim í tilefni af umræðu háttsettra fulltrúa á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um málefni fólks sem hleypir heimdraganum í atvinnuleit. Kasljósið beinist að tengslum slíkra fólksflutninga og þróunar í umræðum Allsherjarþingsins sem standa yfir 3. og 4.september.

 “Tölfræðin sýnir glögglega fram á að farandverkafólkið leggur fram mikilvægan skerf til þróunar,” sagði Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á blaðamannafundi.

 “Farandverkafólk og fólk búsett erlendis getur leggur mikilvæg lóð á vogarskálar nýjunga, viðskipta og fjárfestinga í heimalöndum sínum.”

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum aukast fólksflutningar sífellt. Árið 2000 var fólk á faraldsfæti í atvinnuleit 175 milljónir í heiminum en 232 milljónir árið 2013. Helmingur eru konur. Féð sem fólkið sendir heim nemur 401 milljarði Bandaríkjadala sem er nærri fjórum sinnum hærri tala en öll opinber þróunaraðstoð í heiminum (126 milljarðar dollara).

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna benti á nýlegar fréttir um dauða tuga Afríkubúa á Miðjarðarhafinu sem sönnun þess hve brýn umræðan væri. “Í fyrsa lagi verðum við að gera meira til að vernda mannréttindi farandstarfsfólks. Við getum ekki setið þögul hjá og látið sem ekkert sé. Við verðum að útrýma hvers kyns mismunun gegn þessu fólki og huga sérstaklega að vinnuskilyrðum og launum.”

Alþjóðlegu samtökin um fólksflutninga (IOM) hvetja leiðtoga heimsins til þess að jafna ágreining og koma sér saman um raunhæfar aðgerðir.

“Við getum ekki látið þetta tækifæri renna okkur úr greipum,” segir William Lacy Swing, forstjóri IOM. “Við höðfum tækifæri til að geta skipt sköpum í lífi milljóna farandstarfsfólks og fjölskyldna þeirra.”

IOM hefur tekið saman fyrir umræðuna umfangsmkikla skýrslu um fólksflutninga í heiminum:  2013 World Migration Report: Migrant Well-being and Development.

Ekkert líf á landi

    án skóga