Miðvikudagur, 21 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Þróunarsamvinna ber ávöxt

 þróun

1.október 2013. Frjáls félagasamtök á Íslandi, sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að kynningarátaki um gildi þróunarsamvinnu undir yfirheitinu Þróunarsamvinna ber ávöxt.

Í Þetta er í þriðja skipti sem félögin standa að slíkri kynningu í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Í þetta skipti er áherslan á gildi menntunar og fræðslu í þróunarstarfi, bæði hér á landi og erlendis.

 Miðvikudaginn 2. október kl. 15.30 verður málþing í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins þar sem fjallað verður um gildi menntunar og þekkingar í fjölmenningarlegum heimi. Sérlegur gestur málþingsins er Anjimile Oponyo, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví.

Á málþinginu á miðvikudaginn verður komið víða við. Sem fyrr segir er Anjimile Oponyo, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví og systir Joyce Banda forseta Malaví. Erindi hennar ber yfirskriftina Menntun í Malaví og áskoranir í skólamálum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra setur málþingið, Hildur Blöndal Sveinsdóttir flytur erindið Veröldin og við, menntun, margbreytileiki og hnattræn vitund. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar um viðhorf til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og þekkingu á málaflokknum ásamt nýrri skýrslu um stöðu þróunarfræðslu hér á landi.

Við sama tækifæri mun Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opna formlega nýjan upplýsingavef, komumheiminumilag.is, um þróunarfræðslu í grunn- og framhaldsskólum þar sem safnað hefur verið saman gagnlegum upplýsingum um m.a. nýtt kennsluefni, verkefni og leiðbeiningar fyrir kennara auk myndabanka.

Markmiðið með kynningarátakinu er nú, líkt og áður, að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum.

 

Sjálfbær heimur 2018