Fimmtudagur, 19 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Skortur á umbótum grefur undan SÞ

GB allsherjar

30.september 2013. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra ávarpaði í dag 68.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna

en þema þess er framtíð þróunar þegar Þúsaldarmarkmiðunum um þróun lýkur árið 2015. 

 

Utanríkisráðherra sagði að Íslendingar væru stoltir af því að geta miðlað af sérþekkingu sinni á ákveðnum sviðum, svo sem nýtingu jarðvarma, sjálfbærri fiskveiðistjórnun, að rækta að nýju uppblásið land og efla jafnrétti kynjanna. “Við munum halda áfram að einbeita okkur að þessum fjórum sviðum eftir 2015,” sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni.
Utanríkisráðherra fordæmdi nýleg hryðjuverk í Kenía, Írak og Pakistan og sagði að þeir sem bæru ábyrgð á efnavopnahernaði í Sýrlandi ættu að svara til saka fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum.
Gunnar Bragi sagði að þrátt fyrir mikinn árangur Sameinuðu þjóðanna á ýmsum sviðum hefði Öryggisráðið brugðist illlilega í Sýrlandsmálinu. “Ennfremur má segja að skortur á umbótum á skipulagi Sameinuðu þjóðanna grafi undan trúverðugleika samtakanna.”
Hann ítrekaði stuðning Íslands við sjálfsákvörðunarrétt Palestínumanna og gagnrýndi landnám Ísraelsmanna á hernumdu landi, þar á meðal í Jerúsalem.
Í lok ræðu sinnar rifjaði Gunnar Bragi upp heimsókn Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til Íslands í sumar og einkum ferð hans að Langjökli þar sem hann hefði kynnst af eigin raun bráðnun jökla. Í heimsókninni hefði Ban kynnt Íslendingum starf samtakanna og hvernig þau réðu úrslitum lífi ótalinna einstaklinga. Flóttamenn nytu aðstoðar, mannúðaraðstoð væri veitt og lífi barna væri bjargað.
“Sameinuðu þjóðirnar eru afl til góðs í heiminum. Saman getum við skipt sköpum, sameiginlega getum við verndað umhverfið, tryggt frið og bjargað mannslífum. Því sameinaðri sem við erum, því betri er heimurinn.” Sjá upptöku af ræðu utanríkisáðherra hér. 

 

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight