Sunnudagur, 18 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Gengið frá nýrri IPCC skýrslu í Stokkhólmi

IPCC
23. september 2013. Fulltrúar 195 ríkja sitja þessa viku fund í Stokkhólmi til að fara yfir nýjustu skýrslu vísindamanna IPCC um loftslagsbreytingar. Þar með er hafin vinna við fyrstu úttekt IPCC (Milliríkjavettvangs um loftslagsbreytingar) frá því samtökin deildu friðarverðlaunum Nóbels fyrir tímamótaskýrslu sína árið 2007.
Fulltrúar ríkisstjórna fara nú í gegnum skýrslu vísindamanna og eiga að samþykkja fyrir föstudag samantekt sem ætluð eru þeim sem marka stefnu í loftslagsmálum.
Samantektin er um vísindalegar niðurstöður og er fyrsti hluti af þremur í heildarskýrslu sem birt verður á næstu tólf mánuðum.
Kastljósinu verður beint að vísindalegum niðurstöðum um breytingar á hitastigi í andrúmsloftinu, höfunum og á heimskautunum.
Nýjar spar verða gefnar út um umfang hlýnunar jarðar og áhrifa á yfirborð sjávar, á bráðnun jökla og ísbreiðna.
Skýrslan er afurð vinnu alþjóðlegra vísindamanna sem valdir voru í maí 2010. Hún er unnin í mörgum lotum og fara bæði sérfræðingar og fulltrúar ríkisstjórna yfir hvern þátt fyrir sig á hverju stigi málsins. Ferlið er í mörgum þrepum og koma hundruð sérfræðinga að vinnu í að sannreyna áreiðanleika vísindalegra niðurstaðna.
Sjá nánar: http://www.ipcc.ch/report/ar5/wg1/#.UkAU3axkPZh

Sjálfbær heimur 2018