Sunnudagur, 25 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Baráttan gegn þurrkasvæðum

desertification

17. júní 2013- Eyðimerkurmyndun er einn stærsti umhverfisvandi nútímans. Hún hefur í för með sér margþætt vandamál og alvarlegar afleiðingar á líffræðilega fjölbreytni, umhverfisöryggi, útrýmingu fátæktar, félags- og efnahagslegan stöðugleika og sjáfbæra þróun um heim allan. Með eyðimerkurmyndun er átt við viðvarandi niðurbort á vistkerfum lands sem bæði orsakast af mannavöldum t.d. vegna ofbeitar búfénaðar, ofnýtingar á landi eða vegna ílla skipulagðra áveitukerfa. Loftslagsbreytingar auka einnig eyðimerkurmyndun með tíðari þurrkum, flóðum og ofsaveðrum. Allt kjöraðstæður sem flýta fyrir niðurbroti lands. Það er sérstakt áhyggjuefni að þáttur loftlagsbreytinga til framtíðar gerir vandann stærri, flóknari og útbreiddari. 

Í dag 17.júní á Alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna gegn eyðimerkurmyndun og þurrum er vakinn sérstök athygli alþjóðasamfélagsins á mikilvægi þess að stöðva þessa þróun. Um milljarður manna býr á þurrkasvæðum og skilaboðin eru skýr „Berjumst gegn þurrkum framtíðar“ eða „Don´t let our future dry up“ og hefjum tafarlausar aðgerðir gegn vatnsskorti, eyðimerkurmyndun og þurrkum. Í yfirlýsingu sinni í dag, lagði famkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon sérstaka áherslu á þau hnattrænu áhrif sem þurrkar hafa „félagslegur, pólitískur og efnahagslegur kostnaður er augljós frá Úsbekistan til Brasilíu, frá Sahel til Ástralíu“ sagði hann.


Samningur Sameinuðu þjóðanna frá 1994 í baráttunni gegn eyðimerkurmyndun og þurrkum (UNCCD) er eini lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem tengir saman umhvefis- og þróunarmál við stjórnun landsvæða. Aðilar að samningnum vinna að því markmiði að endurheimta land og viðhalda framleiðni á jörðum og á þann hátt draga úr áhrifum þurrka. „Fjárfesting vegna endurheimtingar lands og uppbyggingar á þurrkasvæðum kosta einungis brotabrot af því sem annars myndi leggjst til við hjálparstarf á þessum svæðum í framtíðinni og ávinningurinn er miklu meiri“ segir Luc Gnacadja framkvæmdastjóri UNCCD. „Baráttan gegn eyðimerkurmyndun og þurrkum er ekki einungis möguleg og fjárhagslega hagkvæm, heldur á sú barátta að vera okkar helsta markmið“. Með orðum Ban Ki-moon: „ Það er erfitt að koma algerlega í veg fyrir þurrka. En það má draga verulega úr áhrifum þeirra þar sem þurrkar virða hvergi nærri landamæri þjóða á milli og kalla því á sameiginlög viðbrögð allra“.

Sjálfbær heimur 2018