Miðvikudagur, 21 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

"Það jafnast ekkert á við djass!"

30. apríl 2013. Alþjóða djassdagurinn er haldinn í dag í annað skipti 30. Apríl.


Að þessu sinni verður Istanbul í Tyrklandi alþjóðleg djasshöfuðborg í tilefni dagsins en haldið verður upp á daginn í meir en 100 löndum, þar á meðal á Íslandi og öllum Norðurlöndunum. 

Það er UNESCO, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna sem stendur fyrir djassdeginum en honum er ætlað að efla vitund um það hlutverk sem djass getur leikið í menntun og sem afls í þágu friðar, einingar, samræðna og aukinnar samvinnu á milli þjóða. Við hátíðahöldin í Istanbul koma fram listamenn á borð við sérstakan sendiherra UNESCO, Herbie Hancock, Wayne Shorter, John Beasley, George Duke, Abdullah Ibrahim, Al Jarreau, Milton Nascimento, Dianne Reeves, Marcus Miller, John McLaughlin, Lee Ritenour og Jean-Luc Ponty.

JazzByggt er á árangri fyrsta alþjóðlega djassdagsins sem haldinn var á síðasta ári en þá ruddu djassgeggjarar veraldarleiðtogum og stjórnarerindrekum út úr þingsal Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York og slógu upp sannkallaðri djassveislu.

"Góður andi baksviðs"

Íslendingurinn Jón Ingi Herbertsson heldur utan um Friðflytjendastarf Sameinuðu þjóðanna og í hans hlut kom að fylgja stórstjörnunni Stevie Wonder á hátíðina. Jón Ingi segir að fyrsti alþjóða djassdagurinn hafi verið ógleymanlegur og þá ekki síst að sjá þrjá fimmtu af hinum sögufræga seinni kvintett Miles Davis leika saman á ný, en Herbie Hancock, Wayne Shorter og Ron Carter léku við hvern sinn fingur á sviði Allsherjarþingsins.

„Kannski var eftirminnilegast sá góði andi sem var baksviðs,“ segir Jón Ingi. „Þarna voru öll helstu nöfn djassins samankomin á einum stað og auk þess leikarar á borð við Michael Douglas, Robert DeNiro og Morgan Freeman. Öllum var troðið inn í lítið herbergi fyrir aftan þingsalinn og þarna sátu menn nánast í fanginu hver á öðrum, skiptust á sögum og hlógu!“

Þetta er byrjun greinar í fréttabréf Norðurlandasviðs UNRIC, sjá framhald greinarinnar hér

Sjálfbær heimur 2018