Sunnudagur, 18 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Barsmíðar og pyntingar í Malí

tuareg

16. apríl 2013. Hundruð íbúa norðurhluta Malí eru í haldi stjórnarhersins í Malí í kjölfar íhlutunar franska hersins til að stökkva íslamistum á brott sem hófst í janúar á þessu ári. Festir hinna handteknu eru af kynþætti Túarega. Margir þeirra segjast hafa enga hugmynd um hvers vegna þeir hafi verið fangelsaðir; segjast engan aðgang hafa að lögfræðingum og og sumir segjast hafa verið pyntaðir.
Að sögn Human Rights Watch létust tveir Túaregar sem handteknir voru í febrúar í fangelsi í höfuðborginni Bamako er talið að þeir hafi verið pyntaðir.

“Fangar segja frá því að þeir hafi verið barðir og sparkað í þá, þeir brenndir og hótað lífláti á meðan þeir voru í haldi,” segir Corinne Dufka við fréttaþjónustuna IRIN sem er á vegum mannúðarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.
“Fangarnir voru einungis yfirheyrðir stöku sinnum en oft pyntaðir.”

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur enn til umfjöllunar tillögu sem Frakkar hafa lagt fram um að koma á fót 12.600 manna friðargæsluliði á vegum samtakanna frá og með 1. júlí næstkomandi.

Mynd:  Emilia Tjernström / Flickr / 2.0 Generic (CC BY-NC-SA 2.0)

Sjálfbær heimur 2018