Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Ísland þriðja barnvænasta ríkið

 

unicefreportcard

11. apríl 2013. Best er búið að börnum í Hollandi og fjórum Norðurlandanna; Noregi (2), Íslandi (3), Finnlandi (4) og Svíþjóð (5), að mati höfunda nýrrar skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna

(UNICEF).Í skýrslunni er staða barna á fimm mismunandi sviðum borin saman í 29 ríkjum í Evrópu og Bandaríkjunum. Danmörk er stuttu á eftir hinum Norðurlöndunum og er í 11. sæti.

Samkvæmt skýrslunni hefur hagur barna almennt batnað stöðugt frá árinu 2000. Ekki síst hefur staða barna batnað í ríkjum Austur-Evrópu. Athygli vekur að ekki er sterk fylgni á milli þjóðartekna á mann og góðs hags barna. Þannig eru Tékkland, Portúgal og Slóvenía ofar á listanum en Austurríki, Bandaríkin og Kanada.

Í skýrslunni kannað hvaða áhrif fjármálakreppan hefur haft á börn. Leidd eru rök að því að niðurskurður muni hafa áhrif á réttindi barna ef ekki sé vel haldið á spilunum. Hvatt er til þess að sérstakt tillit sé tekið til fjölskyldna og þeirra barna sem höllustum standa fæti, enda líði þau mest fyrir erfitt efnahagsástand. Sjá nánar: http://www.unicef.org/policyanalysis/index_68637.html

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight