Þriðjudagur, 20 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Þúsund daga niðurtalning hafin

Ban 1000

8. apríl 2013. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að róðurinn verði hertur næstu næstu þúsund dag til að Þúsaldarmarkuðunum um þróun verði náð fyrir 2015. 


Þúsaldarmarkmiðin um þróun eru átta markmið sem þjóðir heims einsettur sér að ná fyrir lok árs 2015 á leiðtogafundi í tilefni alda- og þúsaldarmótanna 2000.“Þúsaldarmarkmiðin eru árangursíkasta herferð á hendur fátækt í veraldarsögunni”, sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann ýtti úr vör 1000 daga átakinu.

 

Þúsaldarmarkmiðin átta fjalla um fátækt og hungur, menntun, jafnrétti kynjanna, barnadauða, heilbrigði mæðra, baráttuna gegn Alnæmi, mýrarköldu og öðrum sjúkdómum, sjáflbærni umhverfisins og alþjóðlegan félagsskap um þróun.
Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna hefur sárafátækt minnkað um helming og tveir milljarðar manna fengið aðgang að öruggu drykkjarvatni frá því Þúsaldarmarkmiðin voru samþykkt.
Að auki hefur mæðra- og barnadauði minnkað og metfjöldi barna fær grunnskólamenntun og er fjöldi stúlkna og drengja jafn í fyrsta skipti í sögunni
“Við verðum öll að axla þá ábyrgð að nýta næstu þúsund daga eins vel og hægt er til að tryggja að staðið verði við þúsaldarloforðin sem voru gefin fátækasta fólki heims,” sagði Ban Ki-moon.

Mynd: Ban Ki-moon tekur upphafsspyrnu í leik Real Madrid íklæddur skyrtu númer 1000 til að minna á niðurtalninguna. SÞ/mynd: /Rick Bajornas

Sjálfbær heimur 2018