Sunnudagur, 18 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Þrælasala: Glæpur gegn mannkyninu

508879

25. mars 2013. Meir en 15 milljónir karla, kvenna og barna voru fórnarlömb þrælasölunnar yfir Atlantshafið, eins sorglegasta kafla mannkynssögunnar.

“Á Alþjóðlega minningardeginum um fórnarlömb þrælasölunnar skulum við flytja heiminum þau skilaboð að þessi glæpur gegn mannkyninu má aldrei gleymast,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins.

Þrælasalan frá Afríku til Ameríku fól í sér umfangsmestu þvinguðu fólksflutninga í sögu heimsins og vafalaust þá ómannúðlegustu líka.

Hins vegar er því miður til nútíma útgáfa þrælasölu en það er mansal sem teygir anga sína um allan heim. Rannsókn sem birt var í lok síðasta árs sýnir fram á að 27% þeirra sem seldir voru mansali í heiminum voru börn að aldri. Þetta er 7% aukning frá könnun sem náði til áranna 2003-2006.

Í Afríku og Asíu er fólk selt mansali til að þvinga það til að stunda vinnu en í Ameríku og Asíu er það aðallega kynferðisleg misnotkun.

Mynd: Kamerúnskir listmamenn á tónleikum til minningar um þrælasöluna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. SÞ/Paulo Filgueiras

Sjálfbær heimur 2018