Fimmtudagur, 22 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Noregur þróaðasta ríkið. Ísland í 13. sæti

Norway

14. mars 2013. Noregur er efst á lista yfir þróuðustu ríki heims en Ísland er í þrettánda sæti á lista sem Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna tekur saman á hverju ári.


Efstu sætin á listanum yfir "mannlega þróun" eða Human Development Index eru þannig skipuð:

 

1. Noregur
2. Ástralía
3. Bandaríkin
4. Holland
5. Þýskaland
6. Nýja Sjáland
7. – 8. Írland
7. – 8. Svíþjóð
9. Sviss
10.Japan
11.Kanada
12.Suður-Kórea
13.-14. Hong Kong
13.-14. Ísland

Bandaríkin og Kórea færast verulega niður listann ef sérstakt tillit er tekið til jöfnuðar en Ísland (úr 13 í 8) eins og hin Norðurlöndin hækkar. Sama gerist ef jafnréttismál (Ísland í 10. Sæti) eru tekin til sérstakrar skoðunar. Þetta gerist þó að hluta til vegna skorts á upplýsingum um lönd hærra á almenna listanum.
Breytingar á aðferðafræði gera samanburð við fyrri ár erfiðan en Noregur hefur trónað á toppnum í nokkur ár þó Ísland hafi eitt sinn skotið frændþjóð sinni ref fyrir rass. Ísland er á svipuðu róli og í síðustu skýrslu.

Mynd: Eivind Sætre/norden.org

Sjálfbær heimur 2018