Sunnudagur, 18 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Jóhanna: "Nú er nóg komið"

Johanna

8. mars 2013. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra leggur út frá  vígorði UN Women, Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna “Nú er nóg komið”  í grein í Fréttablaðinu í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.  Í grein sinni segir Jóhanna að líkja megi ofbeldi gegn konum og stúlkubörnum við heimsfaraldur enda sé talið að allt að sjö af hverjum tíu konum verði einhvern tíma fyrir kynbundnu ofbeldi.

“Um allan heim eru þolendur að rjúfa þögnina og krefjast þess af stjórnvöldum, réttarkerfi og almenningi að ofbeldið verði ekki liðið lengur. Víða hriktir í fúnum stoðum gamalla valdakerfa sem hafa falið ofbeldið og samþykkt það með þögninni,” skrifar forsætisáðherr.

Jóhanna bendir á að þótt vandinn sé hrikalegur, sjáist árangur víða og bendir á fjölmörg skref sem stigin hafi verið í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Nauðgunarákvæði hegningarlaga hafi verið hert, fyrningarákvæði vegna tiltekinna kynferðisbrota gegn börnum felld niður, kaup á vændi gerð refsiverð, nektarstöðum úthýst og úrræði lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Meðferðarúrræðið “Karlar til ábyrgðar" hafi einnig verið eflt.

“Nú er nóg komið gæti allt eins verið þema dagsins vegna baráttunnar gegn kynbundnu launamisrétti,” segir Jóhanna í grein sinni. “Kynbundið ofbeldi og launamisrétti er rótgróinn og þrálátur vandi. En þótt baráttan hafi á stundum virst löng og ströng skulum við ekki gleyma því að mikill árangur hefur náðst. Við munum halda henni ótrauð áfram.” (Grein Jóhönnu í heild: http://www.visir.is/nu-er-nog-komid-!/article/2013703089949). 

Mynd: Jóhanna Sigurðardóttir ávarpar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 22. september 2010. SÞ/Aliza Eliazarov

 

Sjálfbær heimur 2018