Föstudagur, 23 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Valdefling kvenna eflir baráttu gegn hungri

Farming

4. mars 2013. “Að deila völdum með konum er í rauninni að stytta sér leið í baráttunni gegn hungri og vannæringu,” sagði Olivier De Schutter, erindreki Sameinuðu þjóðanna um réttinn til fæðu þegar hann kynnti Mannréttindaráði samtakanna í Genf í dag skýrslu sína. Hann hvatti ríkisstjórnir heims til að laga áætlanir til að tryggja fæðu öryggi með það í hug að takast á við menningarlegar hindranir og endurskoða hlutverkaskiptingu á milli kvenna og karla.

“Smátt og smátt hafa konur tekið yfir fjölskyldu landbúnað, þegar karlar hafa farið úr sveitunum í leit að vinnu. Engu að síður er konum meinað að hafa þau áhrif sem þeim ber, eftir því sem þær hafa tekist á hendur meiri ábyrgð á rekstri búa og fjölskyldna,” sagði De Schutter.
 
Hann sagði brýnast að ryðja úr vegi hvers kyns mismunun í lagasetningu sem koma í veg fyrir aðgang kvenna að landi, lánum og fleira. Hann benti á að virði verka á borð við vatnsburð og umönnun ungra og gamalla, gæti numið andvirði 15% þjóðartekna í meðaltekjuríkjum og allt að 35% í lágtekjuríkjum.
Hann hvatti einnig til aukinnar áherslu á menntun. Tölfræði frá úrvali ríkja bendir til þess að árunum 1970-1995 hafi matt  þakka bættri stöðu kvenna fyrir 55% þess árangurs sem náðst hefur í baráttunni gegn hungri,
Framfarir í menntun kvenna (43%) var nærri álika þungar á metunum og samanlagt aukið fæðuframboð (26%) og bætt heilsugæsla (19%).

“Ef konur fá jafnan aðgang að menntun, gengur púsluspilið upp sem tryggir fæðuöryggi,” sagði hann til útskýringar. “Hlutfall útgjalda heimilisins til fæðu hækkar, heilsa barna batnar og félagsleg kerfi eru endurhönnuð af konum og fyrir konur.”

Mynd: Konur vinna á akri í Palung í Nepal. SÞ / John Isaac

Ekkert líf á landi

    án skóga