Miðvikudagur, 21 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Þróun taki mið af mannréttindum

Development

20. febrúar 2013. Ójöfnuður og mismunun var í brennidepli á Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um þróunarmál eftir 2015 sem lauk í Kaupmannahöfn í gær.

Á ráðstefnunni var safnað saman sjónarmiðum um hvert þrounarmál skuli stefna eftir 2015 en þá skulu Þúsaldarmarkmiðin um þróun (MDGs) hafa verið uppfyllt. Ráðstefnan mælti með því að Sameinuðu þjóðirnar einbeiti sér að því að berjast gegn ójöfnuði og mismunun þegar stefnumótun verður endurskoðuð (http://www.undp.org/content/undp/en/home/mdgoverview.html).
Þúsaldarmarkiðn fjalla um fátækt, menntun, jafnrétti og heilbrigði.

 

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og UN Women leiddu ráðstefnuna en hún naut stuðnings ríkisstjórna Danmerkur og Gana.  

Eitt meginefna ráðstefnunnar var jafnrétti kynjanna. “Það er mikið verk óunnið, jafnvel hjá mjög þróuðum ríkjum,” sagði Richard Morgan hjá UNICEF. Í aðdragandi ráðstefnunnar gafst almenningi og félagasamtökum kostur á að leggja fram sínar hugmyndir og bárust alls 175 skrifleg framlög um þemað ójafnrétti. Mest var rætt um jafnrétti kynjanna.

“Þjóðfélag sem bregst konum (og stúlkum) bregst á endanum sjálfu sér,” sagði Manese frá Suður-Afríku.
 
Jafnrétti snýst ekki um að færa tækifæri frá körlum til kvenna heldur að leyfa öllum að njóta réttinda og skapa forsendur fyrir því að allir geti haft réttindi og getu til þess að njóta hæfileika sinna til hins ýtrasta. Hlutverk karla í því að efla og í raun njóta ávaxtanna af auknu jafnrétti kynjanna var oft nefnt sem vanrækt grundvallaratriði.

Framlög til þessarar ráðgefandi ráðstefnu komu alls staðar að úr heiminum og snerust um margar hliðar ójafnréttis og reyndust því í senn upplýsandi og fróðleg. Rauði þráðurinn í athugasemdum var sá að svarið við ójafnrétti væri að mannréttindi skyldu höfð að leiðarljósi og þróunarmarkmið eftir 2014 yrðu að endurspegla það.

“Nú þegar lok Þúsaldarmarkmiðanna nálgast óðfluga er það markmið okkar að tryggja kastljósi heimsins verði beint að því að tryggja mannréttindi, sjálfbæra þróun og frið og öryggi þegar nýr þróunarrammi verður samþykktur en slíkt var vanrækt í Þúsaldarmarkmiðunum um þróun,” segir Laura Turquet frá UN Women.  

Niðurstaða ráðgefandi ráðstefnunnar er á svipuðum nótum og ráð Sérstakts teymis á vegum Sameinuðu þjóðanna um framtíð þróunar eftir 2015 en þau eru að nýr rammi skuli reistur á grunni jafnréttis, mannréttinda og sjálfbærni. Að auki var mikil áhersla lögð á að skilvirkt kerfi reikningsskila skuli vera hluti af nýja rammanum.

Mynd: Kona á Timor-Leste. SÞ/Martine Perret.

Sjálfbær heimur 2018