Þriðjudagur, 24 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Frá forstjóranum

Afsane

5. febrúar 2013. Þessa dagana erum við í innanhústiltekt hérna á Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Við höldum úti vefsíðum á þrettán tungumálum og viljum vera þess fullviss að við látum ykkur í té það sem þið lesa og sjá. Þess vegna leitum við til ykkar og biðjum ykkur um að láta okkur vita hvað ykkur finnst of lítið af og hvað of mikið. Horfið þið á “3 Questions in 3 Minutes” á ensku heimasíðunni (www.unric.org)? Er eitthvað sem þið viljið að við brjótum til mergjar hér? Er nógu mikið frá okkur á samskiptamiðlum eins og Facebook (https://www.facebook.com/unnordic) ? 

Skrifið okkur endilega ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) og við munum gera okkar besta til að vefsíða UNRIC á íslensku fullnægi þörfum ykkar fyrir upplýsingar um Sameinuðu þjóðirnar.

 Okkur langar líka til að benda ykkur á nokkur atriði sem kastljósinu verður beint að í febrúarmánuði:

 Alþjóðlegur dagur gegn umskurði kvenna (6. febrúar). http://www.who.int/mediacentre/events/annual/female_genital_mutilation/en/index.html

Upphaf Alþjóðlegs árs samvinnu um nýtingu vatns (11. febrúar).

http://www.unesco.org/new/en/media-services/single-view/news/launch_at_unesco_of_the_international_year_for_water_cooperation/

 Alþjóðlegi útvarpsdagurinn  (13. febrúar)

http://www.unesco.org/new/en/communication-and-information/events/prizes-and-celebrations/celebrations/world-radio-day/

 Og síðast en ekki síst þá er stefnt að því að einn milljarður manna standi upp og taki dansspor til að taka undir kröfuna um að Stöðva ofbeldi gegn konum á Valentínusardaginn –V-daginn.

 V-Dagurinn – 1 milljarður rís á fætur (14. febrúar)

http://onebillionrising.org/

 

Afsane Bassir-Pour, forstjóri UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, Brussel.

 

Alþjóðlegur fundur frumbyggja í New York