Laugardagur, 24 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Sérfræðingar SÞ gagnrýna Rússa

hommafáni

1. febrúar 2013. Hópur mannréttindasérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna hvetja Rússa til að hafna lagafrumvarpi sem beint er gegn samkynhneigðum.

Þeir hvetja neðri deild rússneska þingsins til að hafna lagafrumvarpi sem felur í sér að beita megi sektum við “áróðri samkynhneigðra”.Dúman, efri deild þingsins hefur þegar samþykkt bann við slíkum meintum áróðri ætluðum ólögráða unglingum.   

 

Sérfræðingarnir vara við því að frumvarpið grafi undan mannréttindum í Rússlandi enda séu hommar, lesbíur og transfólk dregnir í dilka en þessi hópar hafa átt undir högg að sækja og verið beittir ofbeldi í landinu undanfarið.


“Hvers kyns takmrökun á tjáningarfrelsi ber að byggja á skynsamlegum og áþreifanlegum forsendum en slíkt á ekki við í því frumvarpi sem Dúman hefur samþykkt í fyrstu umræðu,” segir Frank La Rue, sérstakur erindreki á sviði málfrlelsis.

Undir gagnrýni hans taka  Margaret Sekaggya, erindreki á sviði réttinda mannréttindafrömuða, Farida Shaheed, erindriki á sviði menningarlegra réttinda og Anand Grover, erindreki á sviði réttar til heiblrgiðis. 

Sjálfbær heimur 2018