Þriðjudagur, 20 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Erlend fjárfesting minnkaði verulega 2012

Zahn

21. janúar 2013. Efnahagserfiðleikar og óvissa eru helstu ástæður þess að bein erlend fjárfesting minnkaði um átján prósent árið 2012 miðað við fyrra ár.

Beinar erlendar fjárfestingar,  voru um 1.3 þúsund milljarða Bandaríkjadala segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.
Það er Ráðstefnan um viðskipti og þróun (UNCTAD) sem gefur árlega út skýrslu um þróun erlendra fjárfestinga Global Investment Trends Monitor. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að heildar fjárfestingar utan heimalanda eigenda fjármagns hafi verið svipuð 2012 og 2009. Í tvö ár þar á milli höfðu erlendar fjárfestingar glæðst nokkuð, en á síðasta ári kom svo bakslag. Mestar hafa erlendar fjárfestingar verið árið 2007 en þá námu þær 2 þúsundum milljarða.
UNCTAD spáir hins vegar 7-8% aukningu á þessu ári og 17% aukningu 2014.
“Við töldum okkur sjá heilbrigðan og stöðugan vöxt en tölur síðasta árs benda til þess að það batinn taki lengri tíma, hvað erlendar fjárfestingar varðar,” segir James Zhan, deildarstjóri fjárfestinga og fyrirtækjasviðs UNCTAD.

 

Mynd: James Zahn. UCTAD.

Sjálfbær heimur 2018