Fimmtudagur, 26 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Hægt að takmarka hlýnun við 2 gráður

Doha

28. nóvember 2012. Miklar vonir eru bundnar við Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Doha mánudaginn 26. nóvember.   

Áður en viðræður hófust, höfðu UNEP, Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðabankinn gefið út aðvaranir um að núverandi losun koltvíserings væri of mikil til þess að hægt væri að takmarka hlýnun jarðar við tvær gráður. Það er talin mesta hlýnun sem orðið getur, án verulegra skakkafalla fyrir jarðarbúa.

Í skýrslum beggja aðila kemur fram að bæði tækniþekking og pólitískir möguleikar eru fyrir hendi til þess að hægt sé að halda hækkun hita innan tveggja gráða.
 
Fulltrúar ríkisstjórna, atvinnulífsins, umhverfisverndarsamtaka, rannsóknarstofnana og fjölmiðla eru saman komnir í Doha. Meir en 100 ráðherrar hafa boðað komu sína síðustu vikuna þegar háttsettir fulltrúar taka við stjórn samningaviðræðna frá og með 4. desember en ráðstefnan stendur yfir til föstudagsins 7. desember. 

Mynd: Abdullah bin Hamad Al-Attiyah, forseti COP18 eins og ráðstefnan heitir formlega,en skammstöfunin stendur fyrir Ráðstefna aðila og er vísað til Rammasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, UNFCCC. UNFCCC/Jan Golinsk

Alþjóðlegur fundur frumbyggja í New York