Laugardagur, 17 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Doha: Skuggi hvílir yfir viðræðum

firures

27. nóvember 2012. Þúsundir fulltrúa ríkisstjórna, alþjóðasamtaka og almannasamtaka eru komnir saman í Doha höfuðborg Katar til að taka þátt í Loftslagsráðstefnu SÞ sem hófst í gær.

195 aðilar að Rammasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (UNFCCC) reyna að ná nýju samkomulagi en Kyoto viðaukinn frá 1997 er þekktasta afurð þessa ferlis.

Segja má að skuggi nýrrar greiningar sem Alþjóðabankinn birti í síðustu vikum hvíli yfir ráðstefnunni en þar er því spáð að hiti á jörðinni hækki um fjórar gráður fyrir aldarlok verði ekki að gert.

Almennt er talið að hiti megi alls ekki hækka um meir en 2 gráður ef ekki eigi að stefna í algjört óefni.

Í annarri nýrri skýrslu sem kom út í síðustu viku er komist að þeirri niðurstöðu að líkur minnki á því að það takist að minnka svo losun gróðurhúsalofttegunda að liklegt sé að takist að halda hækkun hitastigs innan við tveggja gráðu markið. UNEP, Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna, segir í skýrslunni að munurinn á milli þess sem lofað hefur verið að gera og þess sem þarf að gera, hafi ekki minnkað að undanförnu, heldur þvert á móti aukist.

Í setningarávarpi sínu lagði Christina Figueres, forstjóri rammáætlunarinnar (UNFCCC) áherslu á að tíminn væri á þrotum þótt vitneskja og tækni lægi fyrir um hvað bæri að gera.

"Sérfræðingar hafa ítrekað sagt að kostnaðurinn við að grípa til nauðsynlegra aðgerða nú til að hitastigið hækki ekki umfram tvær gráður sé miklu minni en ef beðið er þar til allt er komið í óefni."

Sjálfbær heimur 2018