Laugardagur, 24 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Byltingin byrjar á ólíklegasta stað: á klósettinu

Toilet

19. nóvember 2012. Á hverjum einasta degi, sjö þúsund og fimm hundruð manns deyja af völdum skorts á hreinlætisaðstöðu, þar af eru fimm þúsund börn innan fimm ára aldurs. Á hverju ári fara 272 milljónir skóladaga forgörðum vegna sjúkdóma sem smitast í gegnum vatn eða vegna skorts á hreinlætisaðstöðu.

Þriðji hver maður í heiminum hefur ekki aðgang að mannsæmandi hreinlætisaðstöðu samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna

toiletdayAlþjóða klósettdagurinn er haldinn á hverju ári 19. nóvember til þess að rjúfa þá bannhelgi sem er í kringum salerni og beina athyglinni að þeim vanda sem felst í skorti á hreinlætisaðstöðu.   

“Það er hægt að berjast gegn ójöfnuði á ólíklegasta stað: á klósettinu”, segir Catarina de Albuquerque, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um þau mannréttindi að hafa aðgan að drykkjarvatni og hreinlætisaðstöðu á Alþjóða klósettdaginn.  .

Skilaboð de Albuquerque eru einföld: “Það er stórt skref í átt til betra lífs að útvega fólki hreinlætisaðstöðu. Þetta snýst einfaldlega um sómasamlegt klósett af öllum hlutum.”   

Hér eru fjórar góðar ástæður til að taka Aþjóða klósettdaginn alvarlega:

•    2.5 miljarðar manna hafa ekki aðgang að hreinu salerni
Vissir þú að þriðji hver maður í heiminum hefur ekki aðgang að öruggu og hreinu salerni í einrúmi? Flestir búa í Afríku sunnan Sahara og Asíu. Aðgangur að einföldu salerni getur verið skref í átt til heilbrigðs, sómasamlegs lífs, aukins jafnréttis kynjanna og efldrar þróunar.  

•    Aðgangur að hreinlætisaðstöðu er mannréttindi
Vissir þú að 1.1 milljarður manna þarf að ganga örna sinna á víðavangi? Flestir búa í dreifbýli. Þetta fólk hefur enga aðstöðu til þess að fara á salerni í einrúmi: fyrir þetta fólk snýst þetta um mannlega reisn og mannréttindi.  

•    Örugg salerni auka líkur á menntun stúlkna
Vissir þú að konur eru á blæðingu í þrjú þúsund daga á æfinni? Fyrir unglingsstúlkur getur aðgangur að hreinum og aðskildum salernum í skólum skipt sköpum um frammistöðu þeirra og aukið líkur á að þær klári skólagöngu.  

•    Góð hreinlætisaðstaða er góð efnahagsleg fjárfesting
Vissir þú að fyrir hver króna sem er fjárfest í hreinlætisaðstöðu skilar sér fimmfalt til baka? Hreinlætisaðstaða er góð fjárfesting og mikilvæg fyrir félagslega og efnahagslega þróun. Reyndar eru góð salerni ein besta fjárfesting sem völ er á í hverju ríki.   
Sjá nánar:  www.worldtoiletday.org/ og http://www.ohchr.org/EN/Issues/WaterAndSanitation/SRWater/Pages/AnnualReports.aspx

Mynd:UNICEF/Giacomo Pirozzi

Ekkert líf á landi

    án skóga