Þriðjudagur, 20 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Svíar tapa í kosningu til Mannréttindaráðsins

 Allsh

13. nóvember 2012. Allsherjarþingið kaus átján ný ríki í Mannréttindaráð samtakanna í gær til þriggja ára frá og með næstu áramótum. Svíþjóð var í framboði fyrir hönd Norðurlandanna en náði ekki kosningu. Svíar kepptu við Bandaríkjamenn, Þjóðverja og Íra um þrjú laus sæti í ráðinu sem skömmtuð eru ríkjahópi Vestur-Evrópu og annara ríkja,  en lutu í lægra haldi.

 “Svíþjóð mun eftir sem áður fylgjast náið með störfum Mannréttindráðsins og hafa tala skýrri röddu í mannréttindamálum í heiminum,” sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía um úrslitin. “Starf okkar til að efla frelsi á internetinu í heiminum sýnir að það er hægt að ná miklum árangri án þess að sitja í sjálfu ráðinu,” sagði Bildt og vísaði til ályktunar sem samþykkt var að undirlagi Svía síðastliðið sumar.

Finnar voru í framboði með stuðningi Norðurlanda til Öryggisráðsins en náðu ekki kjöri um miðjan síðasta mánuð. (Sjá hér: https://www.unric.org/is/frettabref)

Argentína, Bandaríkin, Brasilía, Eistland, Eþíópía, Fílabeinsströndin, Gabon, Japan, Kasakstan, Kenýa, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sierra Leone, Suður-Kórea, Svartfjallaland, Venesúela og Þýskaland, voru kosin í gær í leynilegri atkvæðagreiðslu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.  47 ríki sitja í ráðinu og eru kosin til þriggja ára. 

Mynd: Starfsmenn Allsherjarþingsins halda á kjörkössunum fyrir atkvæðagreiðsluna í gær. SÞ/Rick Bajornas.

 

Sjálfbær heimur 2018