Laugardagur, 06 febrúar 2016
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Þúsaldarmarkmiðin um þróun

mdg-logo2.gif Á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í tilefni alda- og þúsaldarmótanna sem haldinn var í höfuðstöðvunum í New York í september 2000, samþykktu leiðtogar aðildarríkjanna að vinna að tímabundnum markmiðum til framtíðarþróunar. Sameinast var um að berjast gegn fátækt, hungri, sjúkdómum, ólæsi, umhverfisröskun og misrétti kvenna. Þessi markmið má nú finna í Árþúsundayfirlýsingunni. Jafnframt var ákveðið að vinna að þróunarmálum og var sameinast um átta mælanleg markmið til þróunar. Þessi átta markmið kallast Þúsaldarmarkmiðin um þróun.

MillenniumProject.gif Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna flytur árlega skýrslu á Allsherjarþinginu um framgang mála við að uppfylla markmið Árþúsundafundar leiðtoganna.

 

  • Markmið 1 - Útrýma sárri fátækt og hungri
  • Markmið 2 - Koma á alheimsgrunnskólamenntun
  • Markmið 3 - Stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna
    Markmið 4 - Draga úr ungbarnadauða
  • Markmið 5 - Bæta heilsu ungmæðra
    Markmið 6 - Berjast gegn útbreiðslu HIV/alnæmi, mýrarköldu og annarra sjúkdóma
  • Markmið 7 - Tryggja sjálfbært umhverfi
  • Markmið 8 - Þróa samstarfshópa á heimsvísu til þróunar


Með því að smella á tenglana hér að neðan getur þú lesið nánar um hvernig framkvæmdum Þúsaldarmarkmiðanna um þróun miðar áfram.

Á skýrslublöðunum finnast upplýsingar bæði um það hvaða hlutverki SÞ gegna við framkvæmd markmiðanna.

Undir markmiðunum eru þróunarmarkmiðin kynnt með einföldum súluritum sem útskýra niðurstöður ýmissa landa.


Sýrland: Fimm ára stríð á 60 sekúndum