Föstudagur, 19 desember 2014
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Þið getið hjálpað konum í heiminum

 Photo credits UN Women Gallery

Norðurlöndin stæra sig af því að vera í fararbroddi í jafnréttismálum kynjanna. Réttindi kvenna og jafnrétti bar oft á góma þegar norrænu oddvitarnir ávörpuðu Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Sænski forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt varði þannig töluverðum tíma ræðu sinnar til að ræða um tengsl þróunar- og jafnréttismála. 

 Norðurlöndin styðja myndarlega ýmis frumkvæði í réttindum kvenna, valdeflingu kvenna og jafnréttismálum. UN Women er ein þeirra stofnana sem nýtur mests stuðnings frá Norðurlöndunum. Norðurlöndin, að Íslandi frátöldu, voru á meðal tíu rausnarlegustu ríkjanna þegar framlög til stofnunarinnar voru annars vegar. 

http://www.unwomen.org/en/partnerships/donor-countries )

UN Women veitir styrki til hugmyndaríkra áætlana sem ríkisstofnanir og almannsamtök hrinda í framkvæmd, aðallega úr 2 sjóðum: Jafnréttissjóðnum (the Fund for gender equality) Sjóð SÞ til að binda enda á ofbeldi gegn konum (the UN Trust Fund to End Violence against Women).

Jafnréttissjóðurinn er eini alþjóðlegi sjóðurinn sem hefur einungis að markmiði að styðja valdeflingu kvenna í efnahags- og stjórnmálum. Frá 2009 hefur sjóðurinn veitt alls 43 milljónum Bandaríkjadala til 55 verkefna í 47 ríkjum. Þeir sem vilja láta fé af hendi rakna til sjóðsins geta gert það hér. . Hér svo tengill til UN Women á Íslandi.

Sjóðurinn til höfuðs ofbeldi gegn konum (The UN Trust Fund to End Violence against Women (UN Trust Fund)) er í fararbroddi í heiminum í fjármögnun baráttunnar til að uppræta ofbeldi gegn konum í heiminum. Hér má finna upplýsingar um hvernig styrkja má þennan sjóð.

Réttindi kvenna og valdefling þeirra eru snar þáttu í þróun samfélaga. Phumzile Mlambo-Ngcuka, forstjóri UN Women gerði þetta að umræðuefni á fundi friðaruppbyggingar rásðins í september í New York. “Ef við fjárfestum ekki í konum, gröfum við undan möguleikum á velferð fjölskyldna og langtíma friðaruppbyggingar. Ég fullyrði að með því að stuðla að jafnrétti kynjanna eru stoðum skotið undir uppbyggingu friðar. Í síðustu heimsþróunarskýrslu (World Development report) var okkur sagt að jafnrétti væri góð hagfræði. Og í dag segi ég ykkur að jafnrétti er góð friðaruppbygging.”

Þið getið lagt ykkar lóð á vogarskálarnar með því að styrkja þessa tvo sjóði Sameinuðu þjóðanna.

 

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Júní 2014. Á yfirborðinu mætti ætla að heimsmeistarkeppni í fótbolta væri skýrt og sýnilegt dæmi um háværa tjáningu þjóðernishyggju. Nánar

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

Júní 2014. Fólk hefur alla tíð verið á faraldsfæti í heiminum hvort heldur sem er í leit að atvinnu, menntun, betra veðri eða auknum tækifærum fyrir börnin. Nánar

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

  Júní 2014. Nýleg stóraukning á komu innflytjenda til Ítalíu hefur verið sem olía á eld umræðunnar um sameiginlega landamæragæslu Evrópusambandsins. Nánar

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Júní 2014. Á hverjum degi þarf fólk sem flust hefur til útlanda í atvinnuleit að finna leið til þess að senda fé til heimalandsins. Nánar

Frá Vålerenga til Warsheikh

Frá Vålerenga til Warsheikh

Júní 2014. Þegar Sómalir erlendis senda peninga heim til Sómalíu far þeir sjaldnast í banka. Nánar

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Júní 2014. Norðurlandabúi mánaðarins að þessu sinni er reynslubolti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Åsa Andersson er alþjóðlegur þróunarsérfræðingur sem hefur meir en 20 ára reynslu af starfi við... Nánar

Myndbandið:

72 tímar til að bjarga sýrlenskum flóttamönnum frá sulti 

 

 

 

 

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing