Mánudagur, 22 desember 2014
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Hinsta ósk verðlaunuð og 6 þúsund munnar mettaðir

 MG 8259 Foodwaste copenhagen

Auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna til höfuðs sóun matvæla lauk 4. október þegar fyrstu verðlaun í keppninni voru afhent við hátíðlega athöfn.


Verðlaunaafhendingin fór fram á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn á stærstu samkomu sem haldin hefur verið í Danmörku til að vekja athygli á málstaðnum.

 

Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar afhenti sigurvegaranum Marta Zarina-Gelze, 26 ára auglýsingateiknara frá Lettlandi fyrstu verðlaunin, 5 þúsund evrur.

Verðlauna auglýsingin «Hinsta óskin var að verá étin», var til sýnis ásamt fleiri auglýsingum úr keppninni á bás Norrænu ráðherranefndarinnar á Ráðhústorginu en þar fór fram átakið “Sameinuð gegn sóun matvæla».

Þar sameinuðust í fyrsta skipti í Evrópu aðilar sem koma að öllum sviðum fæðukeðjunnar: landbúnaður, iðnaður, matvælaþjónusta, heildsalar, smásalar, almannasamtök neytendur og stjórnmálamenn. Það var Stop Spild Af Mad, stærsta hreyfing Danmerkur sem vinnur gegn sóun matvæla sem átti frumkvæðið að samkomunni undir merkjum evrópskra samtaka, FUSIONS.

“Hér er á ferðinni ný jákvæð aðferð til að nálgast vandamálið», sagði forsprakkinn Selina Juul í viðtali við Fréttabréfið. “Við sýndum jákvæðan árangur frá öllum stigum fæðukeðjunnar og gáfum neytendum góð ráð. Ætlunin er að hvetja, kenna og sameina fólk um að hefja baráttuna gegn sóun matvæla inni á heimilunum.Það er kominn tími til að sýna fram á að við erum öll hluti af lausninni.»

Sex þúsund munnar voru mettaðir á Ráðhústorginu en þar var í boði gómsætur matur, eldaður úr hráefni sem annars hefði lent á haugunum.
Signe Frese, frá Coop verslanakeðjunni sagði í viðtali við Fréttabréfið að samkomunni yrði fylgt eftir með raunhæfum aðgerðum. “Við fleygjum 540 000 tonnum af mat í Danmörku á hverju ári. Við viljum gera eitthvað til að stemma stigu við þessu og ætlum að byrja á að þeim 40 þúsund banönum sem við hendum í hverri viku.»

Frese bendir á að neytendur forðist staka banana og kjósi fremur þá sem hanga saman í klösum. «Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við hendum þúsundum banana vikulega og við vonumst til að það skili árangri að vekja neytendur til vitundar um þetta.»

Þær fjölmörgu auglýsingar sem skörtuðu banönum sem bárust í Think.Eat.Save keppnina, ekki síst frá Danmörku, eru til marks um að fólk er að vakna til vitundar um þetta.

Evrópusambandið hefur þegar lýst stríði á hendur sóun matvæla. Sænski Evrópuþingmaðurinn Anna Maria Corazza Bildt hefur barist gegn sóun matvæla í Svíþjóð í herferð undir nafninu Basta til matsvinnet sem minnir í leiðinni á ítalskan uppruna hennar. Hún segir að það athyglisverða við Think.Eat.Save samkeppnina sé hvernig unnið sé þvert á landamæri. "Hér er á ferðinni mjög öflugur málflutningur sem ég held að geti vakið athygli neytenda. Það kemst vel til skila hverjar umhverfislegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar matvælasóunar eru,» segir Corazza Bildt.


Selina Juul vill byggja á þeim góða árangri sem «Sameinuð gegn matvælasóun» náði í Danmörku. «Þetta er bara byrjunin. Þessi atburður vakti athygli erlendra fjölmiðla og nú þegar eru áætlanir um að efna til slíkra viðburða á alþjóða vísu.»

Vonandi hefur Selina Juul símanúmerið hjá Anna Maria Corazza Bildt því sænska Evrópuþingkonana undirbýr nýja herferð í Svíþjóð. Og ef hún veit ekki númerið gæti hún prófað sænska utanríkisráðuneytið því Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar er eiginmaður hennar!
"Næsta skref er að reyna að ýta úr vör herferð í Svíþjóð á svipuðum nótum og ”Love food, hate waste! í Bretlandi,” segir Corazza Bildt. Hún gæti líka horft yfir Eyrarsundið til Danmerkur, því hugmyndin er óneitanlega lík þeirri sem Sameinuð gegn matvælasóun hrintu í framkvæmd á Ráðhústorginu.

Mynd: Anette Valda Ravnås

 

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Júní 2014. Á yfirborðinu mætti ætla að heimsmeistarkeppni í fótbolta væri skýrt og sýnilegt dæmi um háværa tjáningu þjóðernishyggju. Nánar

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

Júní 2014. Fólk hefur alla tíð verið á faraldsfæti í heiminum hvort heldur sem er í leit að atvinnu, menntun, betra veðri eða auknum tækifærum fyrir börnin. Nánar

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

  Júní 2014. Nýleg stóraukning á komu innflytjenda til Ítalíu hefur verið sem olía á eld umræðunnar um sameiginlega landamæragæslu Evrópusambandsins. Nánar

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Júní 2014. Á hverjum degi þarf fólk sem flust hefur til útlanda í atvinnuleit að finna leið til þess að senda fé til heimalandsins. Nánar

Frá Vålerenga til Warsheikh

Frá Vålerenga til Warsheikh

Júní 2014. Þegar Sómalir erlendis senda peninga heim til Sómalíu far þeir sjaldnast í banka. Nánar

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Júní 2014. Norðurlandabúi mánaðarins að þessu sinni er reynslubolti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Åsa Andersson er alþjóðlegur þróunarsérfræðingur sem hefur meir en 20 ára reynslu af starfi við... Nánar

Myndbandið:

72 tímar til að bjarga sýrlenskum flóttamönnum frá sulti 

 

 

 

 

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing