Sunnudagur, 21 desember 2014
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Undir afrískum og íslenskum iljum

2. Geothermal Power

Hvað eiga Íslendingar og Keníabúar sameiginlegt? Svarið er undir iljum beggja þjóða: heitt vatn í iðrum jarðar! Það voru ekki aðeins ljóshærðir og bláeygir afkomendur víkinga sem tóku á móti Ban Ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þegar hann heimsótti Hellisheiðarvirkjun á dögunum, því þar hitti hann að máli nemendur Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna frá Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.

"Þið Íslendingar eruð leiðtogar á heimsvísu í endurnýjanlegri orku og hér sé ég glitta í sjálfbæran kolefnasnauðan heim," sagði Ban Ki-moon á fundi með nemendum og starfsmönnum allra háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í Hellisheiðarvirkjun.

Í gegnum Jarðhitaskólann miðla Íslendingar þekkingu sinni á jarðhita til ýmissa þróunarlanda, til dæmis Kenía.Kenía varð fyrst Afríku-ríkja til að bora eftir heitu vatni. Frá árinu 1979 hafa um 500 manns frá 50 löndum lokið prófi við Jarðhitaskólann. Í Kenía eru helstu jarðhitasérfræðingarnir menntaðir á Íslandi en landið vonast til þess að 27% allrar raforku komi frá jarðhita sem er í Rift-dalnum árið 2031. Ýmis önnur nærliggjandi Afríkuríki ætla að sigla í kjölfarið.

Eins og framkvæmdastjórinn benti á í fyrirlestri í Háskóla Íslands að lokinni heimsókninni á Hellisheiði, þá er orka lykillinn að því að takast á við hnattrænar áskoranir. "Ísland hefur stigið stór skref í þá átt að efla og koma sjálfbærri orku á framfæri heima fyrir og í öllum heiminum.Ég hef séð það með eigin augum og fagna því," sagði Ban Ki-moon.

Mörg þróunarríki hafa mikla möguleika í að beisla jarðhita. Meir en 20 ríki framleiða nú þegar raforku úr jarðhita og rúmlega 70 nota hann til hitunar.
Ban Ki-moon, hafði kynnt sér notkun jarðhita áður en hann kom til Íslands því hann hafði heimsótt Olkaria jarðhitaverið í Rift-dalnum í Kenía.

Anna Wairimu Mwangi, frá Kenía naut þjálfunar í Jarðhitskóla Sameinuðu þjóðanna. Hún segist sannfærð um að land hennar sé á réttri leið. "Ég held að jarðhitinn sé framtíðin, enda endurnýjanleg auðlind" segir Mwangi.

"Jarðhitaskólinn er staður þar sem menn skiptast á hugmyndum og þekkingu" segir Ingvar Birgir Fridleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans. "Það skiptir sköpum að þjálfa fólk, sérstaklega frá þróunarríkjum í endurnýjanlega orkugeiranum, því þar mun veður mesta orkunotkunin."

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Júní 2014. Á yfirborðinu mætti ætla að heimsmeistarkeppni í fótbolta væri skýrt og sýnilegt dæmi um háværa tjáningu þjóðernishyggju. Nánar

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

Júní 2014. Fólk hefur alla tíð verið á faraldsfæti í heiminum hvort heldur sem er í leit að atvinnu, menntun, betra veðri eða auknum tækifærum fyrir börnin. Nánar

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

  Júní 2014. Nýleg stóraukning á komu innflytjenda til Ítalíu hefur verið sem olía á eld umræðunnar um sameiginlega landamæragæslu Evrópusambandsins. Nánar

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Júní 2014. Á hverjum degi þarf fólk sem flust hefur til útlanda í atvinnuleit að finna leið til þess að senda fé til heimalandsins. Nánar

Frá Vålerenga til Warsheikh

Frá Vålerenga til Warsheikh

Júní 2014. Þegar Sómalir erlendis senda peninga heim til Sómalíu far þeir sjaldnast í banka. Nánar

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Júní 2014. Norðurlandabúi mánaðarins að þessu sinni er reynslubolti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Åsa Andersson er alþjóðlegur þróunarsérfræðingur sem hefur meir en 20 ára reynslu af starfi við... Nánar

Myndbandið:

72 tímar til að bjarga sýrlenskum flóttamönnum frá sulti 

 

 

 

 

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing