Fimmtudagur, 18 desember 2014
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Corazza Bildt segir Basta!!

Corazza Bildt

Sænski Evrópuþingmaðurinn Anna Maria Corazza Bildt hefur skorið upp herör gegn sóun matvæla. Fyrr á þessu ári hóf hún herferð í Svíþjóð undir nefninu Basta við matvælasóun . Með því að nota ítalska orðið "basta" vísar hún til ítalsks uppruna sins. Corazza Bildt, var kosin á Evrópuþingið í Svíþjóð árið 2009 fyrir hófsama hægri flokkinn en eiginmaður hennar Carl Bildt er utanríkisráðherra fyrir sama flokk.

Í marsmánuði boðaði hún til málþings með öllum hlutaðeigandi aðilum til að koma með raunhæfar tillögur um hvernig mætti draga úr sóun matar. Hún segir að það hafi verið mjög ánægjulegt að safna saman svo hæfileikaríku og fróðu fólki. "Við getum í sameiningu virkjað alla þessa þekkingu sem saman er komin á þessum stað og komið henna á framfæri við aðra sem eru ekki hér. Þannig vinnum við gegn sóuninni," sagði Corazza Bildt á málþinginu.

"Þetta byrjaði allt með því að ég átti leið framhjá Seven Eleven verslun og datt í hug að spyrja hvort ég mætti hirða það sem þeir ætluðu að henda," segir hún um upphaf áhuga sins á þessu máli. "Det hela började med att jag gick förbi en seven eleven och frågade om jag kunde få det de hade tänkt att slänga"Ég lifði á þessu í nokkrar dag. Síðar áttaði ég mig á því að ég gæti gefið heimilisleysingjum matinn. Nú vinnum við með stórverslanakeðjum í sífellt fleiri borgum í Svíþjóð," segir Corazza Bildt.

Anna Maria Corazza Bildt telur að allir verði að leggjast á eitt. "Við stjórnmálamenn lítum first og fremst á lög og reglur en við berum öll ábyrgð sem einstaklingar. Það er ótrúlega margt sem hver og einn getur komið á framfæri í sínu nánasta umhverfi. Á málþinginu komu til dæmis fram þær upplýsingar að með því að lækka hitastigið í kælinum er hægt að lengja þann tíma sem varan er neysluhæf. Enginn ætti að trúa í blindni á upplýsingar um síðasta neysludag. Við getum haft áhrif á nágranna og vini og þannig skipt sköpum," segir Anna Maria Corazza Bildt.

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Júní 2014. Á yfirborðinu mætti ætla að heimsmeistarkeppni í fótbolta væri skýrt og sýnilegt dæmi um háværa tjáningu þjóðernishyggju. Nánar

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

Júní 2014. Fólk hefur alla tíð verið á faraldsfæti í heiminum hvort heldur sem er í leit að atvinnu, menntun, betra veðri eða auknum tækifærum fyrir börnin. Nánar

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

  Júní 2014. Nýleg stóraukning á komu innflytjenda til Ítalíu hefur verið sem olía á eld umræðunnar um sameiginlega landamæragæslu Evrópusambandsins. Nánar

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Júní 2014. Á hverjum degi þarf fólk sem flust hefur til útlanda í atvinnuleit að finna leið til þess að senda fé til heimalandsins. Nánar

Frá Vålerenga til Warsheikh

Frá Vålerenga til Warsheikh

Júní 2014. Þegar Sómalir erlendis senda peninga heim til Sómalíu far þeir sjaldnast í banka. Nánar

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Júní 2014. Norðurlandabúi mánaðarins að þessu sinni er reynslubolti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Åsa Andersson er alþjóðlegur þróunarsérfræðingur sem hefur meir en 20 ára reynslu af starfi við... Nánar

Myndbandið:

72 tímar til að bjarga sýrlenskum flóttamönnum frá sulti 

 

 

 

 

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing