Föstudagur, 19 desember 2014
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Ísland ekki með í friðargæslu SÞ

NordicPeacekeeper

Sameinuðu þjóðirnar reka fjórtán friðargæslusveitir í heiminum auk sérstakrar pólitískrar sveitar í Afganistan.

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna á Austur Tímor (UNMIT) lauk hins vegar hlutverki sínu um síðustu áramót. Í friðargæslunni eru meir en 110 þúsund manns, jafnt einkennisklæddir sem óbreyttir borgarar auk sjálfboðaliða. Norðurlöndin leggja sitt af mörkum og leggja til 350 manns víða um heim, auk sveitarinnar á Austur Tímor. Enginn Íslendingur er þessa stundina við friðargæslu á vegum íslenska ríkisins á vettvangi Sameinuðu þjóðana, þótt nokkrir starfi við hana fyrir reikning sjálfra samtakanna.

Svo dæmi séu tekin eru norrænar sveitir í Afríku sem hluti af friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Líberíu (UNMIL), í Kongó (MONUSCO) og í Suður-Súdan (UNMISS). Tveimur þessara sveita stýra norrænar konur; Karin Landgren fer fyrir Líberíu-sveitinni og Hilde Frafjord Johnson, frá Noregi sem fréttabréf UNRIC ræddi við í síðasta tölublaði, er við stjórnvölinn í Suður-Súdan. 70 Norðurlandabúar eru þar að störfum. Starf þeirra felst í því að tryggja og öryggi í sessi og hjálpa ríkisstjórn yngsta ríks heims að skjóta stoðum undir þróun. Mörg ljón eru í veginum og spenna er á landamærunum við Súdan þannig að þörf er á friðargæslu næstu mánuði að minnsta kosti.  

NordicUN-MAP

Ísland hefur ekki her en hefur lagt friðargæslu lið með öðrum hætti, síðast með því að leggja til lögreglumenn til Líberíu-sveitarinnar. Öll hin Norðurlöndin hafa tekið þátt í friðargæslu í Mið-Austurlöndum (UNTSO). Finnland hefur að auki leikið stórt hlutverk í Líbanon (UNIFIL) en nærri lætur að fjöldi finnskra hermanna þar sé helmingur norræna framlagsins til friðargæslunnar. Norðurlandabúar voru einnig fjölmennir í hinni skammlífu sendisveit til Sýrlands (UNSMIS) en henni stýrði norski hershöfðinginn Robert Mood. Sveitin var leyst upp eftir að átök mögnuðust.

Auk fyrrnefndra verkefna eru Finnar og Svíar þátttakendur í eftirliti Sameinuðu þjóðanna í Indlandi og Pakistan (UNMOGIP) sem fylgist með að vopnahlé sé virt á milli ríkjanna tveggja í hinu umdeilda héraði Jammu og Kashmir.

Fleiri smærri verkefni eru hér og þar í heiminum. Einn Norðmaður er í Kosovo (UNMIK), einn Svíi á Haiti (MINUSTAH) og einn Dani í Afganistan (UNAMA). Danir taka svo þátt í verkefni Sameinuðu þjóðanna undir bandarískri stjórn í Kóreu en þar er aðeins einn maður að taka þátt í að fylgjast með vopnahléi við vopnahléslínuna.

Að auki leggja svo Norðurlöndin friðargæslu NATO lið, oft í samvinnu við SÞ, þar á meðal í ISAF í Afganistan og í Kosovo og á austurodda Afríku. Tekið skal fram að þetta yfirlit á við um þá Norðurlandabúa sem eru sendir og kostaðir af ríkjunum sjálfum en til viðbótar eru svo einstaklingar sem vinna beint fyrir Sameinuðu þjóðirnar.

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Júní 2014. Á yfirborðinu mætti ætla að heimsmeistarkeppni í fótbolta væri skýrt og sýnilegt dæmi um háværa tjáningu þjóðernishyggju. Nánar

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

Júní 2014. Fólk hefur alla tíð verið á faraldsfæti í heiminum hvort heldur sem er í leit að atvinnu, menntun, betra veðri eða auknum tækifærum fyrir börnin. Nánar

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

  Júní 2014. Nýleg stóraukning á komu innflytjenda til Ítalíu hefur verið sem olía á eld umræðunnar um sameiginlega landamæragæslu Evrópusambandsins. Nánar

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Júní 2014. Á hverjum degi þarf fólk sem flust hefur til útlanda í atvinnuleit að finna leið til þess að senda fé til heimalandsins. Nánar

Frá Vålerenga til Warsheikh

Frá Vålerenga til Warsheikh

Júní 2014. Þegar Sómalir erlendis senda peninga heim til Sómalíu far þeir sjaldnast í banka. Nánar

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Júní 2014. Norðurlandabúi mánaðarins að þessu sinni er reynslubolti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Åsa Andersson er alþjóðlegur þróunarsérfræðingur sem hefur meir en 20 ára reynslu af starfi við... Nánar

Myndbandið:

72 tímar til að bjarga sýrlenskum flóttamönnum frá sulti 

 

 

 

 

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing