Föstudagur, 19 desember 2014
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Norrænar friðargæslusveitir á dagskrá


 

Norðurlöndin eru alvarlega að íhuga að sameina krafta sína á vettvangi Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna.

Myndvinnsla: Þorgrímur Kári Snævarr byggð á ljósmynd frá Sameinuðu þjóðunum.

Norrænu utanríkisráðherrarnir lýstu nú síðast yfir því í sameiginlegri yfirlýsingu 31. október 2012 að þeir hefðu “ákveðið að ígrunda betur að leggja sameiginlega af mörkum til verkefna Sameinuðu þjóðanna.”  

Það hafa raunar verið umræður um langt skeið um að koma á fót sameiginlegri norrænni sveit í því skyni að hjálpa Sameinuðu þjóðunum við að bregðast við hættuástandi. Með því að sameina krafta og úrræði væri stuðlað að aukinni skilvirkni í því að hrinda í framkvæmd verkefnum Sameinuðu þjóðanna og auka í leiðinni áhrif og trúverðugleika Norðurlandanna á heimsvísu.  

Í svokallaðir Stoltenberg skýrslu um norræn utanríkis- og öryggismál frá 2009 sem kennd er við norska stjórnmálamanninn Torvald Stoltenberg, er þessi hugmynd þróuð og markmið hennar orðuð á þennan hátt:   

"Koma ætti á fót viðbragðssveit til að tryggja hernaðarlegan og borgaralegan stöðugleika sem beita mætti í ríkjum þar sem orðið hefur meiri háttar innri órói eða annars konar hættuástand sem krefst alþjóðlegs stuðnings. Hlutverk sveitarinnar væri að koma á stöðugleika og greiða síðan fyrir því að ríkisvaldið og pólitískir ferlar geti starfað eðlilega."
 

Slík sveit hefur enn ekki verið stofnuð en hugmyndin er enn miðlæg í áframhaldandi umræðum um aukna svæðisbundna samvinnu.
 
Norðurlöndin hafa langa reynslu af samstarfi á ýmsum sviðumm, svo sem í efnahags- velferðar- umhverfis- og varnarmálum. Í apríl 2011 gáfu norrænu utanríkisráðherrarnir út “samstöðuyfirlýsingu” í utanríkis- og öryggismálum. Þáverandi forseti Norðurlandaráðs, Henrik Dam Kristensen, gekk svo langt að segja að hún fæli í sér nú “væri það allir fyrir einn og einn fyrir alla á Norðurlöndum.”
 
Norðurlöndin hafa líka verið um langt skeið mikilvægur stuðningur við Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna, samanber nýlega yfirlýsingu í nafni allra ríkjanna á vettvangi samtakanna í New York. Tine Morch Smith, varafastafulltrúi Norðmanna hjá samtökunum talaði þá í nafni ríkjanna fimm og lagði út frá áherslu þeirra allra á mikilvægi hæfnisþjálfunar borgara, þar á meðal í sjónarmiðum réttarríkisins og kynja, þegar umbreyting verður frá átökum til friðar og þróunar.

“Við norrænu ríkin erum reiðubúin að deila reynslu okkar í að þróa hæfni borgara í friðargæslu og friðaruppbyggingu.”
 
Norðurlöndin eru nú þegar að störfum við slíka hæfnisþjálfum í samstarfi við Viðbragðssveit Austur-Afríkuríkja.

Norræn samvinna var efld þegar Norræna varnarmálasamstarfinu (NORDEFCO)  var hleypt af stokkun í nóvember 2009. Tilgangur þess er meðal annars að tryggja skilvirk viðbrögð við átökum og náttúruhamförum og styðja friðarferli. Eins og komist var að orði við stofnun NORDEFCO: “Samvinna er besta leiðin til að bregðast við áskorunum nútímans í friðar- og öryggismálum.”    

Eldra dæmi um slíka svæðisbundna samvinnu eru Norrænu liðsveitirnar (Nordic Battalions) sem beitt var við friðargæslu í Bosníu og Makedóníu á vettvangi UNPROFOR- sveita SÞ í ófriðnum á Balkanskaganum á tíunda áratug síðustu aldar.  Nýlega hafa svo Norðmenn, Svíar og Finnar sameinast um stofnun norrænu hersveitarinnar (Nordic Battle Group) sem er ein margra slíkra sveita á vettvangi Evrópusambandsins. Þessar hersveitir hafa verið þróaðar í náinni samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og markmiðið er að þær styðji á virkan hátt við bakið á viðleitni samtakanna til að hafa stjórn á hættuástandi í heiminum.

 

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Júní 2014. Á yfirborðinu mætti ætla að heimsmeistarkeppni í fótbolta væri skýrt og sýnilegt dæmi um háværa tjáningu þjóðernishyggju. Nánar

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

Júní 2014. Fólk hefur alla tíð verið á faraldsfæti í heiminum hvort heldur sem er í leit að atvinnu, menntun, betra veðri eða auknum tækifærum fyrir börnin. Nánar

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

  Júní 2014. Nýleg stóraukning á komu innflytjenda til Ítalíu hefur verið sem olía á eld umræðunnar um sameiginlega landamæragæslu Evrópusambandsins. Nánar

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Júní 2014. Á hverjum degi þarf fólk sem flust hefur til útlanda í atvinnuleit að finna leið til þess að senda fé til heimalandsins. Nánar

Frá Vålerenga til Warsheikh

Frá Vålerenga til Warsheikh

Júní 2014. Þegar Sómalir erlendis senda peninga heim til Sómalíu far þeir sjaldnast í banka. Nánar

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Júní 2014. Norðurlandabúi mánaðarins að þessu sinni er reynslubolti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Åsa Andersson er alþjóðlegur þróunarsérfræðingur sem hefur meir en 20 ára reynslu af starfi við... Nánar

Myndbandið:

72 tímar til að bjarga sýrlenskum flóttamönnum frá sulti 

 

 

 

 

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing