Sunnudagur, 21 desember 2014
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Sterkari saman? Já og nei!

Nordic Security CouncilNorrænu ríkin hafa samanlagt verið kosin þrettán sinnum í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra 1945. Eru þau sterkari saman en sitt í hvoru lagi í kosningum til Öryggisráðsins?

 

Norðurlandabúar eru samtals um 25 milljónir talsins og freistandi er að líta á tölfræði og íbúafjölda landa til að vega og meta hvernig ríkjunum fimm hefur vegnað í kosningum til Öryggisráðsins. Tölfræðin yfir kosningar til þeirra tíu sæta sem eru til skiptanna í Öryggisráðinu, leiðir ýmislegt forvitnilegt í ljós en ef til vill ekki neinnar einhlítrar niðurstöðu.

Brasilía (191 milljón íbúa) og Japan (128) hafa náð kjöri tíu sinnum hvort ríki og Indland (1.2 milljarður) og Kólombía (45 milljonir) hafa náð kjöri sjö sinnum og Kanada (35) sex sinnum.

Það er hins vegar kannski eðlilegra að bera saman Norðurlöndin, annars vegar  í heild og hins vegar hvert og eitt einstakt ríki, við ríki innan þess hóps sem þau tilheyra á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, Vestur-Evrópu og hinna ríkja hópsins.
Svíþjóð (9.5 milljónir) hefur þrívegis náð kjöri til Öryggisráðsins eða jafn oft og Austurríki (8.5) og Portúgal (10.6, aðildarríki SÞ síðan 1955). Belgar (10.8.)  og Hollendingar  (16.8) hafa verið kjörnir fimm sinnum hvor þjóð.
Danmörk og Noregur hafa (5.5 milljónir annars vegar og 5 hins vegar) hafa náð kjöri fjórum sinnum eða einu sinni oftar en Írland (6.4).

Finland (í SÞ síðan 1955) hefur tvívegis náð kjöri til Öryggisráðsins eða jafn oft og Grikkland (10.8).

Allt þetta má svo bera saman við Ítalíu sem setið hefur sex sinnum í Öryggisráðinu (59), Þýskaland fimm sinnum (82, í SÞ frá 1973) og Spán fjórum sinnum (46, í SÞ frá 1955).

Og gleymum ekki að samanlagt hafa Norðurlöndin (25) setið þrettán sinnum í Öryggisráðinu.

Loks hefur Ísland  (320 þúsund) aldrei setið í Öryggisráðinu líkt og meir en 70 af þeim 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum. Tvö önnur “örríki” í Evrópu, Malta (390 þúsund) og Lúxemborg  (512 þúsund) hafa hins vegar náð kjöri.  

Danmörk og Noregur eru stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum en Ísland og Svíþjóð gengu í samtökin á öðru starfsári þeirra. Finnland varð að bíða til ársins 1955.   

Mynd: Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finna greiðir atkvæði á Allsherjarþinginu í kosningu til Öryggisráðsins 18. október 2012. SÞ/Evan Schneider


Aðalheimild : http://www.un.org/en/sc/members/elected.shtml

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Júní 2014. Á yfirborðinu mætti ætla að heimsmeistarkeppni í fótbolta væri skýrt og sýnilegt dæmi um háværa tjáningu þjóðernishyggju. Nánar

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

Júní 2014. Fólk hefur alla tíð verið á faraldsfæti í heiminum hvort heldur sem er í leit að atvinnu, menntun, betra veðri eða auknum tækifærum fyrir börnin. Nánar

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

  Júní 2014. Nýleg stóraukning á komu innflytjenda til Ítalíu hefur verið sem olía á eld umræðunnar um sameiginlega landamæragæslu Evrópusambandsins. Nánar

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Júní 2014. Á hverjum degi þarf fólk sem flust hefur til útlanda í atvinnuleit að finna leið til þess að senda fé til heimalandsins. Nánar

Frá Vålerenga til Warsheikh

Frá Vålerenga til Warsheikh

Júní 2014. Þegar Sómalir erlendis senda peninga heim til Sómalíu far þeir sjaldnast í banka. Nánar

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Júní 2014. Norðurlandabúi mánaðarins að þessu sinni er reynslubolti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Åsa Andersson er alþjóðlegur þróunarsérfræðingur sem hefur meir en 20 ára reynslu af starfi við... Nánar

Myndbandið:

72 tímar til að bjarga sýrlenskum flóttamönnum frá sulti 

 

 

 

 

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing