Laugardagur, 20 desember 2014
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Sýrland: Hvað getur ÞÚ gert?

SyriaMeir en 300 þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín í Sýrlandi og leitað hælis í nágrannalöndunum Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu  frá því óróinn í landinu hófst í mars á síðasta ári.

 

Hins vegar hafa mun fleiri eða allt að ein og half milljón manna flúið heimili sín en farið á vergang innalands; ýmist leitað á náðir ættingja eða komið sér fyrir í bráðabirgðaskýlum. Hundruð þúsunda manna eru algjörlega upp á aðstoð náungans og/eða Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) komnir til að afla sér lífsviðurværis.  
Ástandið verður ískyggilegra eftir því sem líður á haustið og vetrarhörkur fara í hönd um allan þennan heimshluta. Flóttamannahjálpin (UNHCR) er í kapphlaupi við tímann. Í Jórdaníu, til dæmis, búa þúsundir manna í tjöldum þar sem lægsti meðalhitinn er tvær gráður frá miðjum nóvember fram í miðjan mars. Verið er að laga starfið að vetrinum en til þess þarf stuðning og fjármagn.
Þökk sé stuðningsaðiljum UNCHR hefur tekist að útvega þúsundum bágstaddra Sýrlendinga í nágrannaríkjunum skjól, aðstoð og griðastað.

Flóttamannahjálpin hefur getað útvegað flóttafólki innan landamæra Sýrlands brýna fjárhagslega aðstoð til að afla vista og öruggs húsaskjóls.

Margir nýkomnir sýrlenskir flóttamenn eru algjörlega háðir mannúðaraðstoð enda koma þeir slyppir og snauðir með eingöngu fötin sem þeir klæðast. Með YKKAR aðstoð getur Flóttamannahjálpin lagt enn meira af mörkum til tuga þúsunda Sýrlendinga sem leita skjóls frá átökunum.
 
Opnið þessa tengla ef þið viljið leggja eitthvað af mörkum:

http://donate.unhcr.org/syria?utm_source=general-donation-button&utm_medium=web&utm_campaign=SyriaCrisis

að ógleymdri Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi: http://www.unicef.is/neyd

Mynd: Domiz-flóttamannabúðirnar sem hýsa sýrlenska flóttamenn í norðurhluta Íraks.  UNHCR / J.Seregni

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Allir eiga ömmu í Dyflinni

Júní 2014. Á yfirborðinu mætti ætla að heimsmeistarkeppni í fótbolta væri skýrt og sýnilegt dæmi um háværa tjáningu þjóðernishyggju. Nánar

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

Júní 2014. Fólk hefur alla tíð verið á faraldsfæti í heiminum hvort heldur sem er í leit að atvinnu, menntun, betra veðri eða auknum tækifærum fyrir börnin. Nánar

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

  Júní 2014. Nýleg stóraukning á komu innflytjenda til Ítalíu hefur verið sem olía á eld umræðunnar um sameiginlega landamæragæslu Evrópusambandsins. Nánar

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

Júní 2014. Á hverjum degi þarf fólk sem flust hefur til útlanda í atvinnuleit að finna leið til þess að senda fé til heimalandsins. Nánar

Frá Vålerenga til Warsheikh

Frá Vålerenga til Warsheikh

Júní 2014. Þegar Sómalir erlendis senda peninga heim til Sómalíu far þeir sjaldnast í banka. Nánar

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

Júní 2014. Norðurlandabúi mánaðarins að þessu sinni er reynslubolti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Åsa Andersson er alþjóðlegur þróunarsérfræðingur sem hefur meir en 20 ára reynslu af starfi við... Nánar

Myndbandið:

72 tímar til að bjarga sýrlenskum flóttamönnum frá sulti 

 

 

 

 

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing