Miðvikudagur, 01 apríl 2015
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Hiv-smituðum fækkar

 Aids

1.desember 2013. Góður fréttirnar eru þær að Hiv smituðum fækkar.

Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að árangur lætur á sér standa í sumum heimshlutum og á meðal vissra hópa.
Alþjóða afmælisdagurinn er haldinn fyrsta desember ár hvert. UNAIDS, Alnæmisáætlun Sameinuðu þjóðanna birti af því tilefni samantekt sem bendir til skjóts árangurs í baráttunni gegn faraldrinum í stærstum hluta heimsins. Fjöldi látinna hefur minnkað umtalsvert.

2.3 milljónir smituðust af HIIV árið 2013 sem var 33% eða þriðjungs fækkun frá árinu 2001. Alnæmis tengdum dauðsföllum hefur fækkað um 30% frá því mest var árið 2005, vegna aukins aðgangs að lyfjum.
Það er hins vegar áhyggjurefni að ákveðin long og heimshlutar sitja eftir. Nýsmitum hefur fjölgað um 13% í Austur-Evrópu og Asíu frá 2006 og fjöldinn hefur tvöfaldast í Mið-Austurlöndum og norður Afríku frá 2001.
Á þessum slóðum fá mikilvægum hópum á borð við sprautfíkla, transfólk, kynlífsstarfsfólk og samkynhneigða ekki nauðsynleg úrræði.

Annað áhyggjuefni er tíðni smita á meðal ungmenna. WHO birti í aðdraganda alþjóða alnæmisdagsins leiðbeiningar ætlðuum ungum – ýmist smituðum eða í áhættuflokki.
"Það þarf að sérsníða umönnun og stuðning fyrir ungmenni. Þau eru sjaldnar sett í Hiv próf og þurfa meiri stuðning en fullorðnir til að sækjast eftir umönnun og ganga í gegnum meðferð,” segir Gottfried Hirnschall forstöðumaður Alnæmisdeildar WHO.

Mynd : UNICEF/P. Esteve

 

Saga Amal : 7.5 milljón sýrlenskra barna þurfa aðstoð

 Saga Amal er byggð á reynslusögum sýrlenskra barna. Óvíða í heiminum er jafn hættulegt að alast upp og í Sýrlandi. 15.mars síðastliðinn hófst fimmta ár stríðsins. 7.5 milljón barna þurfa á brýnni aðstoð að halda. Við getum veitt sýrlenskum börnum lið. Mynbandið er frá UNICEF.