Mánudagur, 05 desember 2016
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Kastljós á friðargæslu og Grænland

UN Peackeeping 1nsp 51

21. febrúar 2013. Norræna fréttabréfið frá UNRIC , Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna,  fyrir febrúarmánuð er komið á vefinn.

Þar er kastljósinu beint að umræðum um sameiginlega þátttöku Norðurlanda í friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þá er farið í saumana á umræðum um Grænland í kjölfar sýningar í Brussel á myndinni Síðustu dagar heimskautsins þar sem við sjáum Grænland og Ísland með augum ljósmyndarans Ragnars Axelssonar. Norðurlandabúi mánaðarins er svo Daninn Finn Reske-Nielsen sem verið hefur yfirmaður friðargæsluliðs SÞ á Timor-Leste. Þá fjöllum við um Mið-Afríkulýðveldið en þar ríkir hættuástand fjarri athygli heimsins en þar getum við öll látið gott af okkur leiða. Sjá fréttabréfið hér.

 

Vatn fyrir flóttamenn   

 Flóttamannahjálp SÞ safnar fyrir

vatni handa flóttamönnum.