Miðvikudagur, 26 nóvember 2014
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Ísrael fyrst til að hunsa mannréttindakönnun

Human rights council

30. janúar 2013. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna harmar ákvörðun Ísraels um að hunsa reglubundna yfirferð ráðsins á mannréttindaástandinu í landinu.

Hvetur ráðið Ísrael til að taka upp samvinnu við ráðið að nýju í þessu skyni.
Ísrael er fyrsta ríki sem virðir að vettugi reglubundna yfirferð ástands mannréttindamála, en öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gangast undir slíka könnun og er Ísrael fyrsta ríkið sem skerst úr leik. Fjórtan ríki eru könnuð að þessu sinni en öll 47 aðildarríki Mannréttindaráðsins fara í saumana á mannréttindaástandinu í hverju þeirra fyrir sig á grundvelli upplýsinga ríkisins sjálfs, stofnana Sameinuðu þjóðanna, borgaralegs samfélags og annara hlutaðeigandi aðila.
Mannréttindaráðið harmaði ákvörðun Ísraels og frestaði yfirferðinni þar til síðar á árinu.
Reglubundin yfirferð mannréttinda hófst fyrir fimm árum og hefur hvert einasta aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sætt slíkri rannsókn og tekið þátt í starfinu, þar til nú.

 

Myndband vikunnar:

Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi,  25. nóvember

Brot úr verkefninu 7 milljarðar annara. Samstarf UNRIC og Good Planet Foundation

 

 

 

 

 

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing