Þriðjudagur, 31 mars 2015
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Pillay gagnrýnir Egypta harðlega

 egypt

29. janúar 2013. Navi Pillay, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum af vaxandi ofbeldi og fjölda látinna í Egyptalandi.

 Pillay hvetur hvatt alla aðila til að leita friðsamlegra lausna á deilum sínum.
Ástandið í Egyptalandi versnaði til muna 24. janúar þegar þúsundir Egypta streymdu út á götur til að minnast tveggja ára afmæli byltingarinnar. Að minnsta kosti tíu létust og hundruð særðust í Kaíró, að sögn opinberra aðila. Tveimur dögum síðar létust 38 í Port Said, Suez og Ismailia í enn frekari átökum. Fyrstu fréttir benda til þess að langflest dauðsfalla megi rekja til skotvopna og of mikilllar notkunar yfirvalda á táragasi.
25 kvenkyns mótmælendur voru beittar kynferðislegu fobeldi á Tahrir torgi í Kaíró undanfarna daga, í sumum tilfellum mjög grófu.

 

“Undanfarna 18 mánuði hefur verið opinberlega skýrt frá kynferðisofbeldi á Tahrir torgi,” segir Pillay. “Ég harma að kynferðisofbeldi þrífist átölulaust á opinberum vettvangi og að yfirvöld skuli ekki hafa sinnt skyldu sinni og einungis ákært einn af þeim hundruðum sem gert hafa sig seka um slíkt. Lítið er einnig gert til að takast á við kynferðislega áreitni og ofbeldi í mörgum egypskum borgum.”

Mynd: Átök í Egyptalandi: Oxfamnovib/ 2.0 Generic (CC BY-ND 2.0)

Saga Amal : 7.5 milljón sýrlenskra barna þurfa aðstoð

 Saga Amal er byggð á reynslusögum sýrlenskra barna. Óvíða í heiminum er jafn hættulegt að alast upp og í Sýrlandi. 15.mars síðastliðinn hófst fimmta ár stríðsins. 7.5 milljón barna þurfa á brýnni aðstoð að halda. Við getum veitt sýrlenskum börnum lið. Mynbandið er frá UNICEF.