Þriðjudagur, 27 september 2016
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Nýr Mannréttindafulltrúi tekur til starfa

Navanethem Pillay  tók um mánaðamótin við æðsta embætti á sviði mannréttinda innan Sameinuðu þjóðanna og stýrir vaxandi stofnun sem hefur nú eitt þúsund manns á sínum snærum í fimmtíu ríkjum.

 

 Frú Pillay er þekktur lögfræðingur frá Suðu-Afríku. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti skipan hennar í júlí síðastliðnum að tillögu Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra samtakanna. Hún er fyrsti mannréttindafulltrúin frá því embættið var stofnað árið 1993.
Frú Pillay hefur verið dómari við Alþjóðaglæpadómstólinn (ICC) í Haag í Holland frá 2003. ICC fjallar um glæpi á borð við þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.
Áður var hún bæði dómari og dómsforseti við Alþjóðlega glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna fyrir Rúanda (ICTR) frá 1995. 
Hún hóf störf sem lögfræðingur á mannréttindasviðið í heimalandi sínu þar sem hún varð þekkt fyrir að verja marga andspyrnumenn gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni.
Hún varð fyrst kvenna til að hefja lögfræðistörf í Natal héraði í Suður-Afríku árið 1967. Eftir lok apartheid 1995 var hún fyrsta hörundsökka kona sem skipuð var dómari við hæstarétt Suður-Afríku. 
Frú Pillay er baráttumaður fyrir kvenréttindum og var í hópi stofnenda alþjóðlegu kvenréttindasamtakanna Equality Now. Hún hefur einnig unnið í þágu barna, fanga, fórnarlamba pyntinga og heimilisofbeldis auk þess að hafa unnið að ýmsum málum á sviði efnahagslegra-, félagslegra- og menningarlegra réttinda..
Nýji mannréttindafulltrúin tekur við af Louise Arbour frá Kanada en kjörtímabili hennar lauk 30. júní.

Hvað tóku þau með sér?  

 Cate Blanchett leiðir hóp leikara sem lesa ljóðið

"Það sem þau tóku með sér"eftir Jenifer Toksvig. 

#WithRefugees