Mánudagur, 23 október 2017
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Pólski pípulagningamaðurinn snýr aftur (og aftur)

Pólski pípulagningamaðurinn snýr aftur (og aftur)

Mars 2017. Fréttir af hættuför farandfólks yfir Miðjarðarhaf og neyð flóttamanna frá Sýrlandi hafa verið svo fyrirferðamiklar undanfar... Nánar

Flóttamannastraumurinn stærsta áskorunin

Flóttamannastraumurinn stærsta áskorunin

Mars 2017. Hólmfríður Anna Baldursdóttir hafði starfað í 8 ár hjá landsnefnd UNICEF á Íslandi þegar hún hleypti heimd... Nánar

Heimsmeistarakeppni til að breyta heiminum

Heimsmeistarakeppni til að breyta heiminum

Mars 2017. Ef svo skemmtilega vill til að ef þú ert aðdáandi Krúnuleikanna (Game of Thrones) og hefðir verið í Nairobi í Kenía á... Nánar

Finnskt smáforrit visar veginn til sjálfbærni

Finnskt smáforrit visar veginn til sjálfbærni

Mars 2017. Nýtt smáforrit fyrir snjallsíma hefur verið hannað í Finnlandi til að auðvelda sveitastjórnarmönnum að taka ákvarðan... Nánar

Vatn, konur og ljóð

intro un photo evan schneider

Mörg málefni eru í brennidepli í marsmánuði. Sameinuðu þjóðirnar minna á þjóðþrifamál með því að helga þeim alþjóðlega daga og óvenju margir slíkir eru í mars og nægir að nefna Baráttudag kvenna (8. mars), Hamingjudaginn sem haldinn var í fyrsta sinn (20. mars), dag ljóðsins (21. mars) og vatnsdaginn (22. mars).

Í þessu nýjasta hefti norræna vefrits UNRIC fjöllum við um málefni kvenna og þá ekki síst ofbeldi gegn konum sem var þema alþjóðlega baráttudagsins í ár. Við minnum á þá óþægilegu staðreynd að umskurður eða limlesting á kynfærum kvenna er útbreitt vandamál í Evrópu, þar sem hálf milljón kvenna hefur sætt slíkri limlestingu. Norðurlandabúi mánaðarins er Karin Landgren sem stýrir friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Líberíu en forseti landsins og og önnnur baráttukona fengu friðarverðlaun Nóbels fyrir kvenlegt framlag til friðar í landinu.

Loks þá tjáum við hamingju okkar í ljóðum en þótt vatn sé okkur mikilvægara er greinin okkar um vatn ljóðræn! 

Flóttamannastraumurinn í Myanmar á 90 sekúndum