Miðvikudagur, 07 desember 2016
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

UN LIVE MUSEM - Safn sem er ekki bara stafrænt í orði

UN LIVE MUSEM - Safn sem er ekki bara stafrænt í o…

Tilkynnt hefur verið um metnaðarfull áform um að koma á fót svokölluðu “UN Live Museum” í Kaupmannahöfn. UN Live safnið byggir ... Nánar

Dollar street: þar sem staðalímyndir hrynja

Dollar street: þar sem staðalímyndir hrynja

Sænska baráttukonan Anna Rosling Rönnlund segir að persónulegt markmið hennar með starfi sínu hjá hinu fræga frumkvæði Rosling-fj&o... Nánar

“Maður kynnist mörgu af því versta og besta”

“Maður kynnist mörgu af því versta og besta”

Daninn Jens Lærke er fyrrverandi lausamaður í blaðamennsku og almannatengill í Afríku, en frá 2004 hefur hann starfað fyrir Sameinuðu þj&oacut... Nánar

Sjálfbær heimur á tímum risa-borga

Sjálfbær heimur á tímum risa-borga

Norðurlandabúar voru á meðal rúmlega 35 þúsund þátttakenda í svokallaðri Habitat III ráðstefnu um húsnæð... Nánar

Vatn, konur og ljóð

intro un photo evan schneider

Mörg málefni eru í brennidepli í marsmánuði. Sameinuðu þjóðirnar minna á þjóðþrifamál með því að helga þeim alþjóðlega daga og óvenju margir slíkir eru í mars og nægir að nefna Baráttudag kvenna (8. mars), Hamingjudaginn sem haldinn var í fyrsta sinn (20. mars), dag ljóðsins (21. mars) og vatnsdaginn (22. mars).

Í þessu nýjasta hefti norræna vefrits UNRIC fjöllum við um málefni kvenna og þá ekki síst ofbeldi gegn konum sem var þema alþjóðlega baráttudagsins í ár. Við minnum á þá óþægilegu staðreynd að umskurður eða limlesting á kynfærum kvenna er útbreitt vandamál í Evrópu, þar sem hálf milljón kvenna hefur sætt slíkri limlestingu. Norðurlandabúi mánaðarins er Karin Landgren sem stýrir friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Líberíu en forseti landsins og og önnnur baráttukona fengu friðarverðlaun Nóbels fyrir kvenlegt framlag til friðar í landinu.

Loks þá tjáum við hamingju okkar í ljóðum en þótt vatn sé okkur mikilvægara er greinin okkar um vatn ljóðræn! 

Vatn fyrir flóttamenn   

 Flóttamannahjálp SÞ safnar fyrir

vatni handa flóttamönnum.