Laugardagur, 28 maí 2016
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Hættum að bíða og hefjumst sjálf handa!

Hættum að bíða og hefjumst sjálf handa!

Apríl 2016. Hvernig væri ef einhver tæki sig nú til og sýndi okkur allt það sem verið væri að gera heiminum til gagns í stað þ... Nánar

 Glanni Glæpur bjargar heiminum

Glanni Glæpur bjargar heiminum

Apríl 2016. Stefán Karl Stefánsson, leikari hefur svo sannarlega ekki lagt fyrir sig ræktun af illri nauðsyn, heldur af hugsjón.  Nánar

Þú skalt ekki hatur boða!

Þú skalt ekki hatur boða!

Apríl 2016. Finnska blaðakonan Jessikka Aro hefur mátt þola hatursfullar árásir frá því hún beindi spjótum sínum að... Nánar

Tveggja manna maki

Tveggja manna maki

Apríl 2016. Anne Poulsen var blaðamaður í Danmörku þegar hún söðlaði um og hóf störf fyrir Matvælaáætlun Sameinu&e... Nánar

Kannski ekki Majorka, en við höfum samt sólarorku!

Kannski ekki Majorka, en við höfum samt sólarorku!

Apríl 2016. Norðurlönd eru vissulega ekki sólríkasti hluti heims, en þau hafa samt verulega möguleika í framleiðslu sólarorku. Nánar

Vatn, konur og ljóð

intro un photo evan schneider

Mörg málefni eru í brennidepli í marsmánuði. Sameinuðu þjóðirnar minna á þjóðþrifamál með því að helga þeim alþjóðlega daga og óvenju margir slíkir eru í mars og nægir að nefna Baráttudag kvenna (8. mars), Hamingjudaginn sem haldinn var í fyrsta sinn (20. mars), dag ljóðsins (21. mars) og vatnsdaginn (22. mars).

Í þessu nýjasta hefti norræna vefrits UNRIC fjöllum við um málefni kvenna og þá ekki síst ofbeldi gegn konum sem var þema alþjóðlega baráttudagsins í ár. Við minnum á þá óþægilegu staðreynd að umskurður eða limlesting á kynfærum kvenna er útbreitt vandamál í Evrópu, þar sem hálf milljón kvenna hefur sætt slíkri limlestingu. Norðurlandabúi mánaðarins er Karin Landgren sem stýrir friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Líberíu en forseti landsins og og önnnur baráttukona fengu friðarverðlaun Nóbels fyrir kvenlegt framlag til friðar í landinu.

Loks þá tjáum við hamingju okkar í ljóðum en þótt vatn sé okkur mikilvægara er greinin okkar um vatn ljóðræn! 

Vandasamt val

 

 125 milljónir manna í heiminum glíma á hverju ári við afleiðingar styrjalda og hamfara.

Þekktir leikarar hjálpa okkur að setja okkur í spor þessa fólks.