Þriðjudagur, 26 júlí 2016
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Frá herlausu landi á átakasvæði

Frá herlausu landi á átakasvæði

  Maí-júní 2016. Á tuttugu og tveggja ára löngum starfsferli hefur Suðurnesjamaðurinn Birgir Guðbergsson unnið á mörgum a... Nánar

Unglingaóléttur eru alheimsvandamál

Unglingaóléttur eru alheimsvandamál

  Maí-júní 2016. Unglingaóléttur eru þrándur í götu valdeflingar kvenna víða í heiminum. Nánar

Hverjir gæta friðarins?

Hverjir gæta friðarins?

 Maí-júní 2016. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hafa verið í sviðsljósinu, en ekki vegna árangurs í s... Nánar

Spennan í Suður-Súdan

Spennan í Suður-Súdan

Maí-júní 2016. Svo á að heita að friðarsamkomulag hafi verið í gildi í Suður-Súdan frá því á sí... Nánar

Vatn, konur og ljóð

intro un photo evan schneider

Mörg málefni eru í brennidepli í marsmánuði. Sameinuðu þjóðirnar minna á þjóðþrifamál með því að helga þeim alþjóðlega daga og óvenju margir slíkir eru í mars og nægir að nefna Baráttudag kvenna (8. mars), Hamingjudaginn sem haldinn var í fyrsta sinn (20. mars), dag ljóðsins (21. mars) og vatnsdaginn (22. mars).

Í þessu nýjasta hefti norræna vefrits UNRIC fjöllum við um málefni kvenna og þá ekki síst ofbeldi gegn konum sem var þema alþjóðlega baráttudagsins í ár. Við minnum á þá óþægilegu staðreynd að umskurður eða limlesting á kynfærum kvenna er útbreitt vandamál í Evrópu, þar sem hálf milljón kvenna hefur sætt slíkri limlestingu. Norðurlandabúi mánaðarins er Karin Landgren sem stýrir friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Líberíu en forseti landsins og og önnnur baráttukona fengu friðarverðlaun Nóbels fyrir kvenlegt framlag til friðar í landinu.

Loks þá tjáum við hamingju okkar í ljóðum en þótt vatn sé okkur mikilvægara er greinin okkar um vatn ljóðræn! 

Gerum útrýmingu lifrarbólgu að

næsta stóra takmarki!

 #Hepatitis