Laugardagur, 20 desember 2014
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

 Burt með vetrarfötin, loftslagsbreytingar í vændum!

Burt með vetrarfötin, loftslagsbreytingar í vændu…

Desember 2014. Skopmyndateiknarar sýna stundum Norðurlandabúa í sundfötum við hliðina á bráðnandi snjó til að sýna loftslagsbreytingar. Kannski að fólk tæki því fagnandi en er raunveruleikinn svo ei... Nánar

Dularfulli lundinn sem hvarf

Dularfulli lundinn sem hvarf

Desember 2014. Í augum flestra Íslendingar eru Vestmannaeyjar tengdar lundanum órjúfandi böndum. Meir að segja knattspyrnulið Eyjanna, ÍBV, er stundum uppnefnt „lundarnir”. Nánar

Bensín og kol kvödd í Danmörku

Bensín og kol kvödd í Danmörku

Desember 2014. Danir stefna að því að verða fyrsta þjóð heims sem verði óháð jarðefnaeldsneyti eigi síðar en 2050. Jafnframt er stefnt að því að Danmörk hætti að nota kol fyrir 2025. Líta ber á við... Nánar

Loftslagsmál ofarlega á blaði í Svíþjóð

Loftslagsmál ofarlega á blaði í Svíþjóð

Desember 2014. Rauð-græna stjórnin í Svíþjóð lagði á stuttum valdaferli sínum 500 milljónir Bandaríkjadala (andvirði tæpra sextíu og tveggja milljarða króna) til Græna loftslagssjóðsins, eggjaði E... Nánar

Miðill sem virkar án tillits til tungumáls, menningar eða trúarbragða

Miðill sem virkar án tillits til tungumáls, mennin…

  NORÐURLANDABÚI MÁNAÐARINS. DESEMBER 2014. Rein Skullerud, frá Noregi er yfirmaður ljósmyndadeildarinnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Hann er Norðurlandabúi Sameinuðu þjóðanna hj... Nánar

Norðurlandabúi mánaðarins: Karin Landgren

1. LANDGREN Womens Day


Kastljósið að þessu sinni er á Karin Landgren frá Svíþjóð, Norðurlandabúa mánaðarins hjá Sameinuðu þjóðunum

. Landgren sem er alin upp í Japan og menntuð í Bretlandi og starfað víða um heim var skipaður Sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Líberíu 2012. Við ræddum við hana um fjölbreytta reynslu hennar og sérstaklega störf hennar í Líberíu. 

 


Það hefur verið nánast óumflýjanlegt miðað við þína miklu alþjóðlegu reynslu að þú færir að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum?

Ég ólst upp í Japan á sjöunda áratugnum og í upphafi þess áttunda og foreldrar mínir ferðuðust mikið.Þegar ég var fimmtán var ég búin að koma til margra landa í Mið-Austurlöndum og Asíu. Auðvitað hafði þetta þau áhrif að ég fékk áhuga á alþjóðamálum. Þetta var líka tími Víetnam, feminisma og aukinnar vitundar um réttinndi minnihlutahópa. Ég held nú samt ekki að það hafi verið óumflýjanlegt að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir að ég gaf upp á bátinn drauminn um að verða dýralæknir hugleiddi ég blaðamennsku (þetta var á tímum Pentagon-skjalanna). Síðan lærði ég alþjóðasamskipti í London School of Economics, gerðist sjálfboðaliði hjá Amnesty International og starfsnemi hjá Mannréttindanefnd Evrópu.

Þú tókst við af hinni dönsku Ellen Margarethe Løj sem sérstakur erindreki SÞ í Líberíu. Hafa norrænar konur eitthvað sérstakt fram að færa í Líberíu?

Þú hefur kannski tekið eftir því að við erum út um allt hjá Sameinuðu þjóðunum! Ég hef engar sérstakar skýringar á því aðrar en að við erum kannski fúsar til að ræða bæði tækifæri og áskoranir. En í Líberíu sérstaklega virðist fólki hlýtt til Norðurlandanna. Fólk man eftir Svíum í LAMCO námunum í Yekeba og ekki síst að þar voru sænskar fjölskyldur og útveguðu bæði kennslu og heilsugæslu.

Segðu okkur aðeins nánar, hvað gerir Sérstakur erindreki í tilteknu landi? Hvernig eyðirðu dögunum?

Okkar starf miðar að því að efla Líberíu til að takast á við áskoranirnar að loknu stríðinu, aðallega í öryggis- og dómsmálum. Starf mitt er skemmtileg blanda af stjórnun og stefnumótun, auk þess að breiða út boðskap Sameinuðu þjóðanna svo sem um góða stjórnarhætti, lýðræði og mannréttindi. Hver dagur er eins og leysa Rubik teninginn: hvernig getum við gert betur? Það er áhugaverð reynslu að hitta Líberíumenn um allt landið og fyllir mann auðmýkt. Fólk kann að meta það starf sem sveit Sameinuðu þjóðanna, UNMIL, hefur unnið síðan 2003. Eitt af mörgum vandamálum Líberíu er bágborið ástand vegakerfisins sem verður eitt leðjuhaf á hinum langa regntíma og því reyni ég að ferðast eins mikið og hægt er á meðan hann hangir þurr!

Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberfíu og baráttukonan Leymah Gbowee, fengu friðarverðlaun Nóbels 2011. Hvaða hlutverki gegna konur í friðarferlinu í Líberíu?

Þetta er flókin spurning. Vandamálin sem líberískar konur glíma við, eru tröllaukin, en ég heyri líka hetjusögur af konum sem hafa yfirstígið fáækt, ofbeldi og útilokun. Kynferðislegt- og kynbundið ofbeldi hefur verið landlægt. Á fundi nýlega fór kona úr skyrtunni til að sýna mér ummerki um sýruárás. Það vantar ekkert upp á að hér séu sterkar, kjarkmiklar og raddsterkar konur og nú er þörf á þeirra röddum í tengslum við friðaruppbyggingarferli í Líberíu, sérstaklega nýja stjórnarskrá og sáttaferli.


Kynjaráðgjafar eru starfandi UNMIL. Hvaða hlutverki gegna konur sérstaklega í friðargæslusveitum?

Við skulum ekki halda að konur séu eingöngu í friðargæslusveitum til að hjálpa öðrum konum. Konur eiga heima í friðargæslu af því þær eru góðir stjórnendur. Konur geta lagt sitt af mörkum til að leysa flókin pólitísk og stjórnunarleg viðfangsefni en best er hæfileg blanda af konum og körlum og mismunandi sjónarmið. Tólf ár eru liðin frá ályktun Öryggisráðsins númer 1325 þar sem hvatt var til aukins hluts kvenna í friðargæslu. Núna er hlutfallið 70% karlar og 30% konur. Framkvæmdastjórinn er mjög ákveðinn í að framfylgja þessu og hlutfall okkar hjá UNMIL er aðeins betra en meðaltalið.

2. LANDGREN at BahnUNMIL hefur verið í Líberíu frá því síðari borgarastyrjöldinni lauk 2003. Hvernig er staðan núna?

Í ágúst 2013 fagnar Líbería áratug friðar. Það er mikill árangur. Tvær árangursríkar kosningar hafa verið haldnar og lausn hefur fengist á erlendum skuldum. En það er mikið ógert eins og gefur að skilja. Líbería býr yfir miklum auðæfum eins og járnblendi, gúmmí, timbri, gulli, demöntum og olíu og stærsta verkefnið er að ágóði af þessu nýtist öllum. Hagvöxtur var 6.1% 2010 og 8.2% 2011 en samt lifir vel rúmlega helmingjur landsmanna á 1 Bandaríkadal á dag.


Frá Japan til Líberíu

Landgren ólst upp í Japan. Hún er með háskólagráður í alþjóðasamskiptum (BA) og alþjóðalögum (MA) frá London School of Economics. Hún hefur skrifað og kennt um alþjóðleg málefni sem tengjast átökum, mannúðarmálum, friðaruppbyggingu, flóttamönnum og barnavernd. Hún hefur verið hátt settur alþjóðlegur embættismaður í Búrúndi, Nepal, Bosníu og Hersegóvínu, Erítreu og Singapúr. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skipaði hana sérstakan erindreka sinn í Líberíu árið 2012.

Myndbandið:

72 tímar til að bjarga sýrlenskum flóttamönnum frá sulti 

 

 

 

 

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing