Mánudagur, 05 desember 2016
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

UN LIVE MUSEM - Safn sem er ekki bara stafrænt í orði

UN LIVE MUSEM - Safn sem er ekki bara stafrænt í o…

Tilkynnt hefur verið um metnaðarfull áform um að koma á fót svokölluðu “UN Live Museum” í Kaupmannahöfn. UN Live safnið byggir ... Nánar

Dollar street: þar sem staðalímyndir hrynja

Dollar street: þar sem staðalímyndir hrynja

Sænska baráttukonan Anna Rosling Rönnlund segir að persónulegt markmið hennar með starfi sínu hjá hinu fræga frumkvæði Rosling-fj&o... Nánar

“Maður kynnist mörgu af því versta og besta”

“Maður kynnist mörgu af því versta og besta”

Daninn Jens Lærke er fyrrverandi lausamaður í blaðamennsku og almannatengill í Afríku, en frá 2004 hefur hann starfað fyrir Sameinuðu þj&oacut... Nánar

Sjálfbær heimur á tímum risa-borga

Sjálfbær heimur á tímum risa-borga

Norðurlandabúar voru á meðal rúmlega 35 þúsund þátttakenda í svokallaðri Habitat III ráðstefnu um húsnæð... Nánar

Öryggisráðið: ósigur áfall fyrir Finna

Sauli Niinistö and Michelle BacheletFinnland laut í lægra haldi fyrir Lúxemborg og Ástralíu í kosningu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18. október. Kosið var á milli ríkjanna þriggja um tvö sæti í ráðinu árin 2013 og 2014 sem  koma í hlut hópsins “Vestur-Evrópa og önnur ríki”. Finnar létu mikið að sér kveða í kosningabaráttu sinni og að sögn Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra “stóð finnskt samfélag sameinað að baki framboðinu.” Viðleitni finnska utanríkisráðuneytisins og annara reyndist þó ekki nóg.

 

Tarja Halonen, fyrrverandi forseta var teflt fram í kosningabaráttunni síðustu vikurnar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, ásamt forvera hennar Martti Ahtisaari, Friðarverðlaunahafa Nóbels. Halonen sagði að þótt baráttan hefði verið háð í nokkur ár réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasprettinum og í sjálfri atkvæðagreiðslunni á Allsherjarþinginu.  

Finland hafði raunverulega möguleika og kosningabaráttan þóttist takast vel. Allir finnskir stjórnmálaflokkar og nýkjörni forsetinn Sauli Niinistö lögðust á árarnar að ógleymdum hinum norrænu ríkjunum. Þrátt fyrir það unnu Ástralía og Lúxemborg öruggan sigur.

“Kosningabarátta Finnlands var í sjálfu sér gott tækifæri til að mynda ný tengsl og efla fyrri tengsl. Við höfum tengst mikilvægum staðbundnum samtökum svo dæmi séu tekin. Það er þess virði að rækta þessi tengsl,” sagði Jarmo Viinanen, sendiherra hjá fastanefnd Finnlands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Erfitt er að nefna eina ástæðu fyrir tapi Finna. Annars vegar má nefna að Ástralir og Lúxemborgarar ráku öflugri kosningabaráttu og höfðu meira fé umleikis en Finnar. Hins vegar er svo bent á að Finnland hafi lokað mörgum sendiráðum á þeim tíma sem kosningabaráttan stóð yfir, svo sem í Pakistan, og skrúfað fyrir þróunaraðstoð til Nikaragva. Þessi atriði auk afstöðu Finna til suður Evrópuríkja í Evrukrísunni kunna að hafa haft áhrif á niðurstöðuna.

Þrátt fyrir úrslitin verður aðild að Sameinuðu þjóðunum eftir sem áður lykilatriði í marghliða alþjóðlegri samvinnu í utanríkispólitík Finna. Röðin kemur næst að Finnlandi sem frambjóðanda Norðurlanda eftir 20 ár.
 
Mynd: Sauli Niinistö, forseti Finnlands tók þátt í kosningabaráttunni. Hér er hann með Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur og Michelle Bachelet, forstjóra UN Women á fundi sem Finnar skipulögðu ásamt Suður-Afríkubúum um málefni kvenna í tengslum við Allsherjarþingið nú í haust. Matti Porre / Skrifstofa forseta Finnlands.

Vatn fyrir flóttamenn   

 Flóttamannahjálp SÞ safnar fyrir

vatni handa flóttamönnum.