Sunnudagur, 11 desember 2016
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Vara-aðalframkvæmdastjóri

Jan eliassonJan Eliasson, frá Svíþjóð var skipaður vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna 1.júlí 2012.

Eliasson var frá 2007 til 2008 Sérstakur sendiboði aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Darfur. Áður hafði Eliasson verið forseti 60.Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Hann var sendiherra Svía í Bandaríkjunum frá september 2000 til júlí 2005. Í mars 2006 var Eliasson skipaður utanríkisráðherra Svíþjóðar og gegndi því starfi til haustsins sama ár. 
Eliasson var ráðuneytisstjóri sænska utanríkiráðuneytisins 1994 til 2000 og fastafulltrúi hjá SÞ 1988-1992 og var að auki sérstakur fulltrúi aðalframkvæmdastjórans um stríð Írans og Íraks.
Eliasson var fyrsti aðstoðar-framkvæmdastjóri SÞ í mannúðarmálum, miðlaði málum um héraðið Nagorno-Karabakh á vegum ÖSE, (Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu), svo eitthvað sé nefnt af störfum hans á löngum diplómataferli.

 

MigiroDr. Asha-Rose Migiro frá Tansaníu varð vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna 1. febrúar 2007 og gegndi því starfi fram í júlí 2012. Hún var þriðji vara-aðalframkvæmdastjórinn frá því embættið varð til árið 1997. Dr. Migiro var utanríkisráðherra Tansaníu frá 2006-2007 og var fyrst kvenna til að gegna því embætti frá því landið varð sjálfstætt árið 1961. Áður hafði hún farið með málefni samfélagsþróunar- kvenna og barna. Lengst af starfaði hún hins vegar innan háskólasamfélagsins. Migiro sem er fædd árið 1956 er lögfræðingur að mennt og er doktor í lögum frá háskólanum í Konstanz í Þýskalandi.

*á ensku

Vatn fyrir flóttamenn   

 Flóttamannahjálp SÞ safnar fyrir

vatni handa flóttamönnum.