Fimmtudagur, 02 apríl 2015
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

BAN KI-MOON, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

 ban_ki-moon.jpg
Ban Ki-moon frá Suður-Kóreu, áttundi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á að baki 37 ára þjónustu í heimalandi sínu og á alþjóða vettvangi.  
 
Ban var utanríkis- og utanríkisviðskiptaráðherra lands síns þegar hann var kjörinn framkvæmdastjóri. Á löngum starfsferli í utanríkisþjónustu Suður-Kóreu starfaði hann í Nýju Dehli, Washington og Vínarborg; var ráðgjafi forseta landsins í utanríkismálum, þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, aðstoðar ráðherra stefnumótunar og forstöðumaður Ameríkudeildar ráðuneytisins. Í störfum sínum í utanríkisþjónustunni hafði hann friðsama þróun á Kóreuskaga að leiðarljósi og gegndi sífellt mikilvægara hlutverki við að tryggja frið og framfarir í sínum heimshluta og um víða veröld
 
Ferill
 
Ban hefur löngum tengst Sameinuðu þjóðunum eða allt frá árinu 1975 þegar hann starfaði í SÞ deild utanríkisráðuneytisins. Síðar varð hann fyrsti sendiráðsritari við fastanefnd lands sins hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, forstöðumaður SÞ deildar utanríkisráðuneytisins í Seoul og sendiherra í Vínarborg og jafnframt formaður nefndar sem lagði grunn að Stofnun banns við kjarnorkuvopnatilraunum. 2001-2002 var hann Chef de Cabinet þegar Suður-Kórea sat í forsæti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og greiddi fyrir samþykkt fyrstu ályktunar þess þings þar sem hryðjuverkaárásin 11. september var fordæmd. Jafnframt átti hann þátt í ýmsum aðgerðum til að efla starf Allsherjarþingsins þar sem ýmsar umbætur voru samþykktar þótt glundroði ríkti í upphafi. 
 
Ban Ki-moon hefur einnig komið á ýmsan hátt að samskiptum kóresku ríkjanna.  Árið 1992 var hann sem sérstakur ráðgjafi utanríkisráðherrans, varaformaður Sameiginlegu suður-norður kjarnorkustjórnunarnefndarinnar í kjölfar hinnar sögulegu ályktun um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga. Í september 2005 lék hann, sem utanríkisráðherra lykilhlutverk í að tímamóta skref var stigið með samþykkt sex ríkja viðræðna til að leysa deiluna um kjarnorkunotkun Norður-Kóreu. 
 
Menntun
 
Ban Ki-moon lau BA prófi í alþjóðasamskiptum við Seoul háskóla árið 1970. Árið 1985 lauk hann meistaraprófi í opinberri stjórnun frá Kennedy stjórnunarskólanum við Harvard háskóla.  
  
Verðlaun og orður
 
Ban Ki-has hefur hlotið mörg verðlaun, orður og heiðursverðlaun jafnt innanlands sem utan. 1975, 1986 og 2006 var hann sæmdur æðstu orðu Suður Kóreu fyrir þjónustu í þágu landsins. 
 
Einkalíf
 
Ban Ki-moon er fæddur 13. júní 1944. Hann kynntist konu sinni Madam Yoo (Ban) Soon-taek í menntaskóla árið 1962 og eiga þau son og tvær dætur. Auk kóresku talar Ban ensku og frönsku.   

Saga Amal : 7.5 milljón sýrlenskra barna þurfa aðstoð

 Saga Amal er byggð á reynslusögum sýrlenskra barna. Óvíða í heiminum er jafn hættulegt að alast upp og í Sýrlandi. 15.mars síðastliðinn hófst fimmta ár stríðsins. 7.5 milljón barna þurfa á brýnni aðstoð að halda. Við getum veitt sýrlenskum börnum lið. Mynbandið er frá UNICEF.